26.02.2016
Gaman í snjónum
Það var gaman í útiverunni í dag hjá þriðja bekk. Allir fóru út í sólina og nýfallna snjóinn og skemmtu sér vel við að búa til ýmislegt skrýtið úr snjónum eða nota hann til að renna sér niður brekkurnar sem eru víða á skólalóðinni
Nánar26.02.2016
Skólaþing
Þessa vikuna hafa verið haldin skólaþing með nemendum í öllum árgöngum þar sem þeir fá að segja skoðun sína á skólastarfinu. Skólaþing eru haldin tvisvar yfir veturinn eitt á hvorri önn. Markmið með þeim er að nemendur þjálfist í að ræða ýmis mál...
Nánar26.02.2016
Morgunsamvera með Hugarfrelsi
Síðastliðinn miðvikudag komu þær Hrafnhildur Sigurðardóttir og Unnur Arna Jónsdóttir frá Hugarfrelsi í morgunsamveruna okkar leiddu nemendur og starfsmenn skólans í gegnum öndun, slökun og hugleiðslu. Foreldrafélag skólans bauð upp á þessa stund sem...
Nánar24.02.2016
Meiri keðja í 4. bekk
Nokkrar stúlkur úr 4. bekk dunduðu sér við að búa til keðju úr bókum og kubbum á bókasafninu í fyrradag. Það voru greinileg áhrif frá eTwinning verkefninu sem árgangurinn vann að um áramótin og hreif nemendur. Hægt er að lesa frekar um það verkefni...
Nánar24.02.2016
Morgunfundur með stjórnendum
Heil og sæl öll
Nú viljum við skólastjórnendur í Flataskóla bjóða áhugasömum foreldrum í morgunkaffi með okkur til skrafs um skólastarfið. Við höfum nú í þrjú ár boðið upp á þessa fundi og hafa skapast líflegar umræður um ýmsa þætti skólastarfsins...
Nánar12.02.2016
Jón Þór vann í eldvarnakeppninni
Í desember s.l. fengum við í heimsókn slökkviliðsmenn sem kynntu eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) hjá öllum nemendum í 3. bekk. Nemendur fengu að skoða bíla, tól og tæki sem slökkviliðsmenn nota í vinnunni ásamt...
Nánar10.02.2016
Öskudagurinn 2016
Öskudagurinn var að vanda haldinn hátíðlegur í skólanum. Nemendur og starfsfólk mætti í margvíslegum búningum og var hugmyndaflugið mikið. Þarna sáum við sjóræningja, tölvupersónur eins og MeinCraft, Rauðhettu, banana, drauga o.s.frv. Myndir er hægt...
Nánar08.02.2016
Göngu- og sleðaferð 1. bekkinga
Síðast liðinn föstudag átti að vera skíðaferð hjá 1. bekk og allir tilbúnir að fara í fjöllin með nesti og góð útivistarföt en aflýsa varð ferðinni vegna rafmagnsleysis í Bláfjöllum. En kennarar fyrstu bekkingar voru ekki af baki dottnir og fóru með...
Nánar07.02.2016
Mánudagsskíðaferð frestað
Enn þurfum við að fresta skíðaferð sem fyrirhuguð var á morgun, mánudag vegna vondrar veðurspár í Bláfjöllum. Þó er enn á áætlun fyrirhuguð skíðaferð sjöttu bekkja sem farin verður síðdegis á mánudag.
Nánar05.02.2016
6. AH - Mystery Skype við Bulgariu
Nemendur í 6. AH tóku þátt í Mystery Skype í gærdag. Þeir áttu að finna hvar nemendur sem þeir voru að tala við voru staddir í heiminum og hinir áttu að finna þá. Við urðum hlutskarpari og fundum Bulgaríu eftir 20 mínútur með því að spyrja já og nei...
Nánar05.02.2016
Skíðaferð frestað í dag
Því miður verðum við að fresta fyrirhugaðri skíðaferð í dag. Alvarleg rafmagnsbilun er í Bláfjöllum og ekki verður hægt að opna svæðið á næstu klukkustundum. Við gerum gott úr þessu í dag og við vonumst til að komast sem fyrst í fjöllin.
Nánar04.02.2016
100 daga hátíð hjá 1. bekk
Nemendur í fyrsta bekk héldu 100 daga hátíð í vikunni. Þegar 100 dagar eru liðnir frá því að þeir byrja í skólanum þá er haldin 100 daga hátíð. Kennarar létu nemendur búa sér til kórónur úr gömlum kortabókum. Einnig voru búin til veggspjöld úr 100...
Nánar- 1
- 2