Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

25.06.2013

Sumarlokun skrifstofu

Sumarlokun skrifstofu
Skrifstofa skólans er lokuð vegna sumarleyfa frá mánudeginum 24. júní til þriðjudagsins 6. ágúst. Við þökkum nemendum, foreldrum og öðrum samstarfsaðilum ánægjulegt samstarf á liðnu skólaári. Skólastarf hefst svo aftur með setningu skólans...
Nánar
21.06.2013

Sumar hjá 5 ára bekk

Sumar hjá 5 ára bekk
Í vikunni fóru krakkarnir í 5 ára bekk bæði í Þjóðminjasafnið og á Sjóminjasafnið. Vel var tekið á móti okkur í Þjóðminjasafninu þar sem við fengum góða leiðsögn og sáum við meðal annars beinagreindur, gamla aska, styttur og skip.
Nánar
19.06.2013

Frá 5 ára bekk

Frá 5 ára bekk
Þriðjudaginn 11. júní komu allir í bekknum með hjól eða hlaupahjól í skólann. Þeir sem vildu skelltu sér í stuttan hjólatúr á göngustígunum í kringum skólann aðrir æfðu sig og léku sér á hjólum sínum á skólalóðinni. Var þetta ágæt tilbreyting og...
Nánar
07.06.2013

Skólaslit 2013

Skólaslit 2013
Í morgun var skólanum slitið með því að nemendur í 1. til 6. bekk komu í hátíðarsal skólans tveir árgangar í senn á klukkustundar fresti frá klukkan 9 og fengu vitnisburð frá kennurum sínum. Skólastjórinn flutti ávarp og aðstoðarskólastjóri tilkynnti...
Nánar
07.06.2013

7. bekkur kveður

7. bekkur kveður
Síðdegis í gær kvöddum við 7. bekk við hátíðlega athöfn. Ólöf Sigurðardóttir skólastjóri flutti ávarp til nemenda. Helga María aðstoðarskólastjóri tilkynnti úrslit í ljóðakeppni skólans og voru vinningshafarnir kallaðir upp á svið þar sem þeir lásu...
Nánar
07.06.2013

Fatnaður í óskilum

Fatnaður í óskilum
Mikið magn af fatnaði og skóm er hér í skólanum sem nemendur hafa skilið eftir. Það er ósk okkar að nemendur og/eða foreldrar komið og athugið hvort þetta sé ekki eitthvað sem gæti verið gott að hafa heima við í sumar. Þetta liggur á borðum og hangir...
Nánar
06.06.2013

Ganga á Helgafell

Ganga á Helgafell
Í morgun fóru allir í skólanum í gönguferð á Helgafell en þetta er síðasti skóladagurinn í vetur. Veður var skaplegt en nokkuð hvasst. Fjórar rútur óku með okkur upp að Kaldárseli og þaðan gengu eldri nemendur upp á Helgafellið en hinir upp í...
Nánar
05.06.2013

Leikur að formum

Leikur að formum
Sjöundu bekkingar brugðu á leik í síðustu viku og gerðu tilraunir með sápuvatn. Þeir bjuggu til þrívíð form úr rörum sem þeir settu í sápuvatnið og þá komu fram alls konar form inni í þrívíða forminu. Þar var margt að skoða og spá í eins og sjá má á...
Nánar
05.06.2013

Hjólaferð 3. bekkja

Hjólaferð 3. bekkja
Nemendur í 3. bekk skelltu sér í hjólaferð föstudaginn 31. maí. Nemendur hjóluðu upp Vífilstaðaveginn og fóru undirgöngin upp við Reykjanesbraut. Þaðan var hjólað meðfram Lundunum og stoppað á leikvellinum hjá hjólabrettapöllunum og leikið sér þar...
Nánar
05.06.2013

Samstarfsverkefni um fugla

Samstarfsverkefni um fugla
Í maí unnu nemendur í 4. og 5. bekk sameiginlegt verkefni um fugla á Íslandi. Var nemendum skipt í hópa blönduðum úr báðum árgöngum. Vinnan fólst í því að finna upplýsingar um íslenska fugla og búa til veggspjald með upplýsingunum. Einnig bjuggu...
Nánar
04.06.2013

Hlupu 1887 km - lengra en hringveginn

Hlupu 1887 km - lengra en hringveginn
Þrátt fyrir rok og rigningu í gær hlupu nemendur Flataskóla í Unicef hlaupinu tæplega 1900 km samtals. Hlaupið var flutt að skólanum í stað þess að hlaupa með læknum eins og upphaflega stóð til en veður var betra í skjóli hússins. Hlaupnir voru 1887...
Nánar
03.06.2013

Unicef-hlaup Flataskóla

Unicef-hlaup Flataskóla
Það voru hressir krakkar sem hlupu í rigningunni í morgun fyrir Unicef hreyfinguna til að styðja bágstödd börn hvar sem er í heiminum. Í skólanum er sú stefna að árlega sé tekið þátt í samfélagsverkefni af einhverju tagi. Við teljum að það sé...
Nánar
English
Hafðu samband