Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

30.04.2009

Vinna á þemadögum

Vinna á þemadögum
Síðustu þrjá daga hafa nemendur verið önnum kafnir við að útbúa efni fyrir sýninguna 6. júní en þá heldur skólinn upp á 50 ára afmæli sitt. Nemendur unnu margvísleg verkefni í tengslum við liðna áratugi.
Nánar
27.04.2009

Þemadagar - Flataskóli í 50 ár

Þemadagar - Flataskóli í 50 ár
Dagana 28. - 30. apríl verða þemadagar í skólanum. Viðfangsefnið er Flataskóli í 50 ár – áratugirnir fimm. Stundaskráin verður brotin upp og munu nemendur aðeins vinna með verkefni tengd þemanu. Þurfa ekki að mæta með íþróttaföt í skólann þessa...
Nánar
27.04.2009

FlashMeeting

FlashMeeting
Í morgun tók 7.GA þátt í umræðum í máli og mynd við 16 aðra bekki frá ýmsum Evrópulöndum á FlashMeeting. Umræðurnar fjölluðum um ýmislegt sem tengdist nánasta umhverfi þeirra og menningu.
Nánar
22.04.2009

Schoolovision

Schoolovision
Í gær var mikið að gera hjá fjórða bekk en verið var að taka upp myndband vegna eTwinningsverkefnisins Schoolovision, sem skólinn er þátttakandi í. Sigurlag Flatovision, sem haldið var fyrir páska, Open your heart, er lagið sem sent verður í...
Nánar
17.04.2009

Lagið í listinni

Lagið í listinni
Föstudaginn 17. apríl fóru nemendur 1. bekkja á tónleika hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Á tónleikunum var ballettinn Þyrnirós fluttur. Nemendur úr Listdansskóla Íslands komu fram með hljómsveitinni og sögumaður var Halldór Gylfason leikari.
Nánar
16.04.2009

Ljóðahátíð 2009

Ljóðahátíð 2009
Í morgun var hin árlega ljóðahátíð Flataskóla. Nemendur lásu upp verðlaunaljóð sín í hátíðarsal skólans. Síðustu daga hafa nemendur samið ljóð undir ýmsum bragarháttum og góðir gestir komið í heimsókn til að kynna þeim ljóðagerð og fleira tengt...
Nánar
15.04.2009

Sveinbjörn í Tékklandi

Sveinbjörn í Tékklandi
Sveinbjörn ferðabangsi fór til Tékklands um páskana með kennurunum Önnu Lenu og Rögnu. Þær fóru á námskeið um útikennslu til Ovcin en það er í Suður Bóhemiu í Tékklandi.
Nánar
14.04.2009

Tekið til á skólalóðinni

Tekið til á skólalóðinni
Þegar vorar og snjóa leysir kemur ýmislegt í ljós undan snjónum eftir veturinn. Í dag fóru báðir fyrstu bekkirnir út til að gera fínt á skólalóðinni.
Nánar
03.04.2009

Gleðilega páska

Gleðilega páska
Páskaleyfi hefst mánudaginn 6. apríl 2009. Nemendur mæta aftur í skólann þriðjudaginn 14. apríl samkvæmt stundaskrá. Starfsfólk skólans óskar ykkur gleðilegra páska.
Nánar
03.04.2009

Leikskólabörn í heimsókn

Leikskólabörn í heimsókn
Þriðjudaginn 31. mars komu börn í heimsókn frá leikskólunum Bæjarbóli, Lundarbóli og Kirkjubóli. Þetta var fyrri heimsókn þeirra af tveimur. Þetta eru verðandi nemendur fyrsta bekkjar skólaárið 2009 - 2010.
Nánar
02.04.2009

Einn heimur

Einn heimur
Árni Árnason kennari og rithöfundur kom og hélt fyrirlestur í tónsmiðju 5. bekkja um skólasamstarf á framandi slóðum. Fyrirlesturinn tengist fjölþjóðaverkefninu Einn heimur sem 5. bekkingar vinna nú að í tónsmiðju og flytja í vor.
Nánar
01.04.2009

Bókaormaeldi

Bókaormaeldi
Í Flataskóla er ýmislegt gert til þess að vekja áhuga nemenda á lestri bóka sér til skemmtunar. Laugardaginn 21. mars var haldin ráðstefna um barna- og unglingabókmenntir í Gerðubergi sem bar heitið „Bókaormaeldi“.
Nánar
English
Hafðu samband