20.12.2013
Gleðileg jól
Í dag voru jólaskemmtanir haldnar í hátíðarsal skólans og var þetta síðasti dagurinn sem nemendur koma í skólann á árinu. Jólaleyfi hefst mánudaginn 23. desember en nemendur koma aftur í skólann föstudaginn 3. janúar 2014.
Nánar19.12.2013
Litlu jólin 19. desember
"Litlu jólin" voru haldin í skólanum í dag en þetta er síðasti hefðbundni kennsludagurinn fyrir jólaleyfið. Skólinn hefur verið skreyttur af nemendum á fjölbreyttan og skemmtilegan hátt, sérstaklega eru hurðirnar á skólastofunum frumlega skreyttar...
Nánar17.12.2013
Desember hjá 5. bekk
Það hefur verið nóg um að vera hjá fimmtu bekkingum á aðventunni. Byrjað var á kertagerð hjá heiðurshjónunum Sigríði Ólafsdóttur og Birni sem tóku frábærlega vel á móti krökkunum og kunnum við þeim miklar þakkir fyrir. Við höfum einnig verið dugleg...
Nánar17.12.2013
Söfnunarfé afhent UNICEF
Í gær fengum við góðan gest í morgunsamveruna en Bergsteinn Jónsson frá UNICEF kom og tók við ágóðanum af jólamarkaðnum okkar. Alls söfnuðu nemendur Flataskóla 175.000 krónum sem renna óskiptar til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna UNICEF. Peningarnir...
Nánar14.12.2013
2.bk. jólaljós í Reykjavík
Fimmtudaginn 12. desember fóru nemendur í 2. bekk i Reykjavíkurferð og tóku þeir strætisvagn fram og til baka sem þeim þótti afar spennandi. Markmið ferðarinnar var að skoða jólaljósin í Reykjavík. Borgin er fallega skreytt núna með marglitum...
Nánar14.12.2013
Kirkjuferð í Vídalínskirkju
2. og 3. bekkur fóru í heimsókn í Vídalínskirkju sl. föstudsag. Þar hlustuðum nemendur á jólaguðspjallið, sungu og fengu að skoða nýja orgelið. Ferðin gekk vel þrátt fyrir mikinn vind og hálku. Nemendur voru sjáflum sér og skólanum til mikils sóma.
Nánar13.12.2013
Líf og fjör á jólamarkaði
Líf og fjör var á jólamarkaði skólans sem haldinn var í dag. Nemendur höfðu útbúið fjölbreytt handverk úr margvíslegum efniviði og einnig voru seldar smákökur. Mikill fjöldi gesta kom á markaðinn og megnið af varningnum var selt áður en liðið var á...
Nánar10.12.2013
Jólatréð á Garðatorgi
Laugardaginn 7. desember voru ljósin tendruð á jólatrénu á Garðatorgi. Jólatréð er gjöf frá Asker, vinabæ Garðabæjar í Noregi. Sendiherra Noregs á Íslandi, Dag Vernø Holter, afhenti tréð fyrir hönd Asker og Gunnar Einarsson bæjarstjóri veitti því...
Nánar10.12.2013
Heimsókn á leikskóla
Í tilefni af þemadögum fór hópur nemenda í heimsókn á leikskólann Bæjarból þar sem þau lásu fyrir litlu börnin og léku við þau úti í snjónum. Er ekki annað að sjá en að allir skemmtu sér vel. Hægt er að skoða myndir af heimsókninni í myndasafni...
Nánar09.12.2013
Láta gott af sér leiða
Nemendur og kennarar eru nú í óðaönn að útbúa varning sem á að setja á jólamarkað föstudaginn 13. desember og skal allur ágóði renna til hjálparstarfs á Filipseyjum vegna fellibylsins sem reið þar yfir fyrir nokkru. Í þemavinnunni blandast eldri og...
Nánar04.12.2013
Morgunsamvera í umsjón 5 ára bekkjar
Í morgun fengu yngstu nemendur skólans 5 ára bekkurinn að sjá um morgunsamveruna undir stjórn Þóru kennara. Þeir kynntu atriðin sem þau voru með, en það var söngur, dans og brandarar. Gekk þetta allt saman mjög vel. Þóra aðstoðaði nemendur og Árni...
Nánar03.12.2013
Selma heimsótti nemendur
Selma Björk Hermannsdóttir, 16 ára nemi í FG kom í skólann í morgun og hélt erindi um einelti. Hún sagði frá reynslu sinni þar sem hún hefur sjálf orðið fyrir miklu einelti. Í kvöld er síðan fyrirlestur fyrir foreldra barna í 5. - 7. bekk en þá kemur...
Nánar- 1
- 2