Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Morgunsamvera í umsjón 5 ára bekkjar

04.12.2013
Morgunsamvera í umsjón 5 ára bekkjar

Í morgun fengu yngstu nemendur skólans 5 ára bekkurinn að sjá um morgunsamveruna undir stjórn Þóru kennara. Þeir kynntu atriðin sem þau voru með, en það var söngur, dans og brandarar. Gekk þetta allt saman mjög vel. Þóra aðstoðaði nemendur og Árni tónmenntakennari spilaði undir fyrir þá. Á eftir var hressing fyrir foreldra í stofunni þeirra og voru margir sem sáu sér fært að líta við. Hægt er að skoða myndir í myndasafni skólans.

Hér er líka myndbandsupptaka af samverunni fyrir þá sem ekki gátu litið við.

 
Til baka
English
Hafðu samband