Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

30.05.2008

Fréttabréf maí 2008

Flataskóli hefur gefið út fréttabréf í maí. Þar er að finna helstu viðburði vorannarinnar og hvað er framundan.
Nánar
30.05.2008

Lautarferð 1. bekkja

Lautarferð 1. bekkja
Við höfum nýtt okkur góðviðrið síðustu daga og verið mikið úti. 1. bekkur fór í lautarferð fyrir nokkru og hér eru nokkrar myndir úr þeirri ferð.
Nánar
28.05.2008

Hreinsunarátak 3. og 5. bekkur

Nemendur 3. og 5. bekkja stóðu að sameiginlegu hreinsunarátaki í nágrenni Vigdísarlundar og Hraunsholtslækjar miðvikudagsmorguninn 28. maí. Ýmislegt rak á fjörur nemenda og hreint ótrúlegt hvað fannst af úrgangi í fallegri náttúrunni.
Nánar
28.05.2008

Uppáhaldsbækur

 Uppáhaldsbækur
Uppáhaldsbækur kennara og rithöfundar Nemendum í 3. bekk var boðið á skólasafnið til að hlýða á upplestur úr uppáhaldsbókum kennara sinna frá því þeir voru börn. Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur og velunnari skólans las upp úr Línu...
Nánar
28.05.2008

5. bekkur á Vífilsfell

5. bekkur á Vífilsfell
Mánudaginn 26. maí gengu 5. bekkingar á Vífilsfell ásamt starfsfólki skólans. Er þetta liður í dagskrá vorannar. Kunnu nemendur vel að meta þetta eins og sjá má á myndunum sem teknar voru í ferðinni.
Nánar
27.05.2008

Textilmennt í 1. bekk

Textilmennt í 1. bekk
Nemendur fyrstu bekkja bjuggu til púða með myndum úr ullarkembu. Þeir hafa verið að vinna með ullina á ýmsan hátt og þetta er einn af mörgum skemmtilegum hlutum sem Guðríður textílkennari aðstoðaði þá við að búa til úr henni.
Nánar
26.05.2008

Uppskeruhátíð

Uppskeruhátíð
Í síðustu viku var uppskeruhátíð Flataskóla í tónmennt. Haldnir voru 5 tónleikar dagana 20. - 23. maí og fjölmenntu foreldrar, systkini, afar og ömmur á tónleikana sem þóttu takast afar vel.
Nánar
23.05.2008

Blöðrutilraun

Blöðrutilraun
Þar sem 3. bekkur fór ekki á Helgafellið ákváðu þau að taka verkefni næsta fimmtudags og gera það. Heppilegt var að allt var tilbúið fyrir tilraunina.
Nánar
22.05.2008

2. og 6. bekkur með tónleika

2. og 6. bekkur með tónleika
2. bekkur föstudaginn 23. maí kl. 9:00 Á Uppskeruhátíð 2. bekkjar, flytja nemendur úrval sönglaga og hljóðfæraútsetninga skólaársins. 6. bekkir föstudaginn 23. maí kl. 13:20 Á vortónleikum 6. bekkja, flytja nemendur úrval sönglaga skólaársins undir...
Nánar
22.05.2008

3. bekkur - Helgafell

3. bekkur - Helgafell
Nemendur, kennarar og góður hópur foreldra gerði tilraun til að ganga á Helgafell í dag fimmtudaginn 22. maí. Við urðum því miður að hætta við ferðina öryggisins vegna.
Nánar
21.05.2008

Uppskeruhátíð hjá 1. bekk 22. maí kl. 13:20

Uppskeruhátíð hjá 1. bekk 22. maí kl. 13:20
1. bekkir fimmtudaginn 22. maí kl. 13:20 Á Uppskeruhátíð 1. bekkja, flytja nemendur úrval sönglaga skólaársins. Með uppskerunni lýkur formlegu tónmenntanámi vetrarins á jákvæðum og menningarlegum nótum.
Nánar
21.05.2008

Dagur barnsins 25. maí

Dagur barnsins á Íslandi verður nú haldinn í fyrsta sinn þann 25. maí næstkomandi. Kort yfir gönguleiðir er aðgengilegt á vef Garðabæjar. Útilistaverk í Garðabæ. Foreldrar eru hvattir til að kynna börnum sínum verkin.
Nánar
English
Hafðu samband