Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Velkomin á heimasíðu frístundaheimilis Flataskóla - Krakkakots
Starfsfólk Krakkakots býður nemendur og foreldra velkomna og vonast eftir góðu samstarfi á komandi vetri. Við leggjum metnað okkar í að í Krakkakoti líði öllum vel og að nemendur hafi af starfi okkar bæði gagn og gaman.

Hægt er hægt að sækja um dvöl á frístundaheimilinu á mínum Garðabæ.

Undir þessum link má finna gjaldskrár hjá Garðabæ og þar á meðal er gjaldskrá frístundaheimila.

Umsjónarmaður Krakkakots skólaárið2023-2024 er Guðmundur L.  Þorvaldsson

Póstfang frístundaheimilisins: flataskoli-fristund@flataskoli.is

Símar: 513-3522 og 820-8557

  • Krakkakot er opið alla virka daga nema hefðbundna frídaga frá lokum skóladags til kl. 17.00.

  • Starfstími frístundaheimila miðast við skólaárið eins og það er hverju sinni og kemur fram á skóladagatali.

  • Í jóla-, páska og vetrarfríi eru frístundaheimilin opin allan daginn á virkum dögum nema aðfangadag og gamlársdag (sbr.opnun leikskóla í Garðabæ).Öllum börnum skólans skal standa til boða dvöl þessa daga. Þetta er kynnt forráðamönnum í tölvupósti með þriggja vikna fyrirvara. Gjald er reiknað út frá fjölda skráðra klukkustunda og miðast við tímagjald í auglýstri gjaldskrá. Sérstaklega þarf að greiða fyrir dvöl fyrri hluta dags hjá þeim börnum sem eru skráð til dvalar eftir skólatíma.

  • Á starfsdögum kennara og þá daga sem kennsla fellur niður vegna foreldraviðtala eru frístundaheimilin opin allan daginn. Öllum börnum skólans skal standa til boða dvöl þessa daga, Þetta er kynnt forráðamönnum í tölvupósti með þriggja vikna fyrirvara. Skrá skal  börnin með minnst 10 daga fyrirvara. Gjald er reiknað út frá fjölda skráðra klukkustunda og miðast við tímagjald í auglýstri gjaldskrá. Á starfsdögum koma börnin með nesti  að heiman.

  • Gert er ráð fyrir samstarfi frístundaheimilanna t.d. í jóla-, páska- og vetrarfríi sem og á starfsdögum og foreldradögum. 

Forskóli tónlistarskólans býður upp á nám fyrir börn 1. og 2. bekk. Sú starfsemi fer fram innan veggja Flataskóla. Þeir nemendur sem eru í forskólanum fara í hann á meðan þau dvelja í Krakkakoti.

Annað íþrótta- og tómstundastarf:

Nemendur sem stunda fótbolta, handbolta, sund, fimleika og dans eru sendir á æfingar frá Krakkakoti.

 

English
Hafðu samband