Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Flataskóli vill auka menntun og þekkingu og efla virðingu fyrir náttúru lands og hafs. Flataskóli vill stuðla að góðri umgengni og sjálfbærri nýtingu allra auðlinda og vinna gegn hvers konar mengun og umhverfisspjöllum. Því er Flataskóli grænn skóli og tekur þátt í verkefninu skólar á grænni grein sjá http://www.landvernd.is/graenfaninn/

Gænfáninn var veittur skólanum fyrst árið 2008. Í skólanum hefur verið settur umhverfissáttmáli sem lýsir í stuttu máli heildarstefnu skólans í umhverfismálum og umhverfismennt og framtíðarsýn. Þegar Grænfáninn blaktir við hún er haldið áfram að vinna að umhverfismarkmiðum skólans og keppst er við til að skólinn fái Grænfánann endurnýjaðan, því að á tveggja ára fresti fer fram endurmat á stöðu umhverfismála. Í janúar 2010 var formlega sótt um endurnýjun grænfánans og hér má lesa greinargerð með þeirri umsókn. Grænfáninn var afhentur í annað skiptið við hátíðlega athöfn á Degi Íslenskrar tungu, 16. nóvember 2010.

Sótt var formlega um endurnýjun grænfánans í þriðja sinn og hér má lesa greinargerð með þeirri umsókn. Gerð var úttekt á umhverfisstefnu skólans og framkvæmd hennar. Síðustu árin hefur verið unnið að ýmsum verkefnum í tengslum við umhverfismál. Áhersla hefur verið lögð á útikennslu, þátttöku nemenda í skipulagi skólastarfsins með því að halda skólaþing og að hafa öfluga umhverfisnefnd sem hittist reglulega. Í samverunstund 24. apríl 2013 var síðan sérstök dagskrá í tilefni þess að Flataskóli fékk grænfánann afhentan fyrir það góða starf sem unnið hefur verið að í umhverfismálum í skólanum. Nemendafulltrúar í umhverfisnefnd fluttu ávarp, sungin voru tvo lög og Gerður Magnúsdóttir verkefnisstjóri grænfánaverkefnisins afhenti nemendafulltrúum í umhverfisnefnd nýja fánann.  Þótt grænfáninn sé kominn í hús í þriðja sinn er ekki þar með sagt að nú verði slakað á í umhverfismálum því nú verða sett ný markmið til að vinna að því Flataskóli ætlar áfram að vera umhverfisvænn skóli.

 

English
Hafðu samband