Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nám nemenda í Flataskóla er hæfnimiðað.  Þegar nám er hæfnimiðað  er mikilvægt að  nám og kennsla  stuðli að því að svo megi verða og þau viðfangsefni sem nemendur  fást við   í skólanum stuðli að því að þeir menntist og komist til nokkurs þroska á  sinni skólgöngu. Í aðalnámskrá grunnskóla 2011 á bls. 51 segir:  " Námsgreinar eru mikilvægur hluti skólasstarfs en ekki markmið í sjálfu sér. Það er ekki hlutverk skóla að kenna námsgreinar heldur að mennta nemendur og koma hverjum og einum til nokkurs þroska." 

 Í aðalnámskrá grunnskóla 2011 á bls. 86 segir" Á grundvelli hæfniviðmiða velja kennarar og nemendur kennsluaðferðir, námsefni og matsaðferðir og skal gera grein fyrir þeim í skólanamskrá í viðkomandi skóla". 

Í hæfnimiðuðu námi er unnið að því að nemendur tileinki sér þá hæfni sem stefnt er að.   Til að svo megi verða þurfa þau viðfangsefni sem nemendur fást við að stuðla að því.  Með því að skoða hæfniviðmið aðalnámskrár  gaumgæfilega má sjá hvaða viðfangsefni  nemendur þurfa að fást við til að öðlast   þá hæfni sem hæfniviðmiðið lýsir. 

Þegar nám nemenda er skipulagt er mikilvægt að það tengist hæfniviðmiðum aðalnámskrár, námsmarkmið séu skýr og viðmið um árangur einnig.  Nemendur þurfa að fá endurgjöf á vinnu sína sem hjálpar þeim að ná því sem vantar upp á svo þeir nái þeirri hæfni sem að er stefnt. Námsbækur eru einungis verkfæri til að nýta þegar það á við.

Þegar nemendur stefna að tiltekinni hæfni þurfa þeir að fá tækifæri til að sýna fram á hæfni sína á fjölbreyttan hátt. Nemendur geta tekið þátt í því að ákveða hvernig þeir vilja sýna fram á hæfni sína og haft þannig  enn virkari  áhrif á eigið nám.

English
Hafðu samband