Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

25.04.2018

Listadagar á göngunum

Listadagar á göngunum
Þessa dagana eru listaverk að birtast á veggjum skólaganganna sem nemendur hafa unnið að í tengslum við listadaga í Garðabæ. Nemendur í 4. bekk unnu listaverk að fyrirmynd Monster Mama hjá Lindu myndmenntakennara. Þeir bjuggu til myndir þar sem...
Nánar
24.04.2018

Forsýning á eyjaverkefni nemenda í 3. bekk

Forsýning á eyjaverkefni nemenda í 3. bekk
Nemendum í öðrum bekk var boðið á forsýningu á eyjaverkefni nemenda í 3. bekk. Á morgun verður svo hátíð þar sem foreldrum/forráðamönnum er boðið að koma og sjá afrakstur verkefnisins. Nemendur bjuggu til eyju, þjóðbúninga, þjóðsöng, ljóð, sögur...
Nánar
18.04.2018

Gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar
Nemendur í 6. bekk unnu þessar skemmtilegu myndir sem sjást í myndbandinu hér fyrir neðan hjá Lindu myndmenntakennara. Hún setti á tónlist og sagði nemendum að lita með stórum hreyfingum á blað undir tónunum. Þeir notuðu vaxliti, tréliti og...
Nánar
18.04.2018

Umhverfisreglur Flataskóla

Umhverfisreglur Flataskóla
Nemendur kynntu umhverfissáttmála Flataskóla fyrir öðrum nemendum í morgunsamverunni á mánudaginn 16. apríl s.l. Skólinn hefur hlotið grænfánann þrívegis og nú síðast 2013 og er nú er kominn tími á að endurnýja hann í fjórða sinn. Fjórtán nemendur...
Nánar
18.04.2018

Leikur sem kennsluaðferð - 5 ára og 1. bekkur

Leikur sem kennsluaðferð - 5 ára og 1. bekkur
Nokkra fimmtudaga í vetur hafa nemendur úr 5 ára bekk og 1. bekk hist og unnið saman að ýmsum verkefnum. Þessar samverustundir höfum við nefnt "Leikur sem kennsluaðferð" og er samveran hluti af þróunarverkefni sem skólinn vinnur að. Börnin læra að...
Nánar
18.04.2018

Morgunsamvera nemenda í 6. bekk

Morgunsamvera nemenda í 6. bekk
Það voru flottir nemendur sem voru með atriði á samverunni í morgun. Meðal annars voru flutt tónlistaratriði, sýnt myndband og þrautalausn. Guðmundur spilaði á píanó lagið Bumble Buggy sem þarf mikla hæfni til að spila sökum hraða en hann leysti...
Nánar
16.04.2018

Klúbbastarfsemi í 4. bekk

Klúbbastarfsemi í 4. bekk
Kennarar í fjórða bekk bjóða nemendum sínum upp á klúbbastarfsemi einu sinni í viku eða í klukkustund í síðasta tíma á föstudögum. Nemendur velja sér klúbb sem þeir vilja taka þátt í og eru klúbbarnir miðaðir við áhuga nemenda. Þarna er boðið upp á...
Nánar
13.04.2018

Tækniteppi hjá 4 og 5 ára nemendum

Tækniteppi hjá 4 og 5 ára nemendum
Nemendur í 4 og 5 ára bekk hjálpuðust að við að búa til "tæknimyndateppi" fyrir bjölluna BeeBot sem skólanum áskotnaðist fyrir nokkru. BeeBot bjölluna er hægt að forrita þannig að hún fari ákveðna leið sem nemandi velur hverju sinni. Til að gera...
Nánar
12.04.2018

Eyjaverkefni nemenda í 3. bekk

Eyjaverkefni nemenda í 3. bekk
Nemendur í 3. bekk eru önnum kafnir þessa dagana við að undirbúa eyjaverkefni sem á að ljúka með sýningu fyrir aðstandendur núna seinna í mánuðinum. Þetta er samþættingarverkefni þar sem mörgum námsgreinum er blandað saman með vinnu að einu stóru...
Nánar
11.04.2018

Morgunsamveran með nemendum í 7. bekk

Morgunsamveran með nemendum í 7. bekk
Samveran í morgun var í höndum nemenda í 7. bekk. Aðaldís sem varð í öðru sæti í Stóru upplestrarkeppninni las upp textann sinn sem hún notaði í keppninni. Finnbjörg söng lagið Deamons, María og Signý fluttu áheyrendum nokkra brandara og Ari, Baldur...
Nánar
09.04.2018

Tæknikennsla í tómstundaheimili

Tæknikennsla í tómstundaheimili
Undanfarnar vikur hafa nemendur í tómstundaheimilinu fengið að læra á ýmis konar tól og tæki eins og Makey Makey, BeeBot, OSMO og Sphero. Nemendur sýna mikinn áhuga og sækjast í að fá að koma og prófa og eru fljótir að læra á tæknina.
Nánar
06.04.2018

Blá afmælisbörn í morgunsamveru

Blá afmælisbörn í morgunsamveru
Dagurinn í dag er tileinkaður börnum með einhverfu og er haldinn hátíðlegur í fimmta sinn á Íslandi. Af því tilefni voru nemendur og starfsfólk skólans hvött til að koma í einhverju bláu í skólann til að sýna einhverfum stuðning og samstöðu. Haldið...
Nánar
English
Hafðu samband