Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

28.02.2013

4. bekkur í heimsókn í vísindasmiðju HÍ

4. bekkur í heimsókn í vísindasmiðju HÍ
Fjórði bekkur fór í Vísindasmiðju Háskóla Íslands á miðvikudaginn 27. febrúar. Þar tóku þeir Jón Gunnar og Ari afar vel á móti þeim. Nemendur fengu fyrirlestur um vísindin og kennslu í hvernig hægt er að nýta Vísindavefinn. Þeim voru svo sýndar
Nánar
25.02.2013

Mathletics stærðfræðivefurinn

Mathletics stærðfræðivefurinn
Næstu tvær vikurnar eða til 11. mars hafa nemendur í 4. til 7. bekk aðgang að stærðfræðivefnum Mathletics. En þetta er í þriðja sinn sem þeir taka þátt í svona stærðfræðiverkefnum. Hægt er að komast á vefinn af heimasíðunni okkar hérna fyrir neðan...
Nánar
20.02.2013

Yoga í 1. bekk

Yoga í 1. bekk
Í síðustu viku fengu fyrstu bekkingar leiðsögn í yoga frá einni móður í bekknum. Hún kenndi krökkunum ýmsar aðferðir og æfingar til að slaka á og vera góð hvert við annað. Var þetta frábær tími sem vonandi verður endurtekinn seinna. Hægt er að skoða...
Nánar
15.02.2013

Skíðaferðin - vetrarfrí í næstu viku

Skíðaferðin - vetrarfrí í næstu viku
Í dag var farið með eldri deildirnar í skíðaferð í Bláfjöll í yndislegu veðri. Haldið var af stað strax við skólabyrjun í morgun og komið heim rúmlega 3 eftir hádegi. Allt gekk afar vel upp, allir sem vildu fóru á skíði/bretti/sleða og renndu sér um...
Nánar
14.02.2013

Öskudagsmyndband

Öskudagsmyndband
Hér er hægt að skoða myndband frá öskudeginum sem haldinn var á myndarlegan hátt í skólanum í gær. Nemendur voru til fyrirmyndar á allan hátt og var gaman að taka þátt í þessu með þeim og brjóta þannig upp hefðbundið skólastarf. Settar voru upp...
Nánar
13.02.2013

Skíðaferð á föstudag

Skíðaferð á föstudag
Næst komandi föstudag 15. febrúar er stefnt að vetrarferð í Bláfjöll með nemendur í 4.-7.bekk. Veðurspáin er hagstæð. Mæting í skólann þennan dag er klukkan 8:30 og eiga nemendur að koma með allan búnað með sér. Lagt verður af stað frá Bláfjöllum...
Nánar
13.02.2013

Öskudagurinn

Öskudagurinn
Það var líf og fjör í skólanum í dag þar sem haldið var upp á öskudaginn. Flest allir komu í búningum af ýmsu tagi og var mikið lagt í suma þeirra eins og sjá má á myndum í myndasafni skólans. Ýmsar uppákomur voru skipulagðar um allan skólann og m.a...
Nánar
13.02.2013

Lífshlaupsganga 12. febrúar

Lífshlaupsganga 12. febrúar
Í gær fóru allir nemendur og starfsfólk í Flataskóla í göngutúr um Garðabæ í góða veðrinu. Gengið var í um klukkustund og var farinn stór hringur umhverfis bæinn. Myndir úr ferðinni má sjá í myndasafni skólans. Á þeim sést hve stórko
Nánar
11.02.2013

3. RG fær verðlaun frá Mjólkursamsölunni

3. RG fær verðlaun frá Mjólkursamsölunni
Í morgun fengu nemendur í 3.RG óvænta heimsókn frá Mjólkursamsölunni, en sendiboðar þaðan komu færandi hendi með verðlaun vegna getraunar sem nemendur voru svo snjallir að geta sér rétt til um er þeir fóru í heimsókn þangað fyrir nokkru. Þeir...
Nánar
08.02.2013

6.HL heimsótti Norræna húsið

6.HL heimsótti Norræna húsið
Föstudaginn 8. febrúar fóru nemendur í 6. HL í Norræna húsið í tengslum við Norðurlandaverkefni sem þeir eru að vinna að þessa dagana. Þeir fengu heilmikla fræðslu um byggingu hússins og menningu allra Norðurlandanna. Einnig fengu nemendur að hlusta...
Nánar
08.02.2013

Lentum í 6. sæti af 15

Lentum í 6. sæti af 15
Nú er eTwinning verkefninu "Evrópsku keðjunni" lokið og lenti Flataskóli í sjötta sæti af 15. Það voru 15 skólar frá jafnmörgum löndum sem skiluðu inn myndbandi af sínum verkefnum að þessu sinni. Við fengum 126 stig en þeir sem lentu í fyrsta sæti...
Nánar
06.02.2013

Lífshlaupið hefst

Lífshlaupið hefst
Í morgun var Landskeppnin í hreyfingu - Lifshlaupið sett af stað í hátíðarsal Flataskóla. Allir nemendur skólans mættu með kennurum og starfsfólki í hátíðarsalinn. Þar mættu einnig Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Gunnar...
Nánar
English
Hafðu samband