Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Öskudagurinn

13.02.2013
Öskudagurinn

Það var líf og fjör í skólanum í dag þar sem haldið var upp á öskudaginn. Flest allir komu í búningum af ýmsu tagi og var mikið lagt í suma þeirra eins og sjá má á myndum í myndasafni skólans. Ýmsar uppákomur voru skipulagðar um allan skólann og m.a. var draugahús, diskó, grettukeppni, brandara- og sönguppákomur og þrautir sem nemendur þurftu að leysa til að fá sælgæti. Að sjálfsögðu var kötturinn sleginn úr tunnunni eins og venja er á þessum degi.

Var það einróma álit starfsfólks skólans að nemendur hefðu verið einstaklega prúðir og skemmtilegir og komið vel fram og erum við afskaplega ánægð með daginn.

 

Til baka
English
Hafðu samband