Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

22.12.2008

Gleðileg jól

Gleðileg jól
Starfsfólk Flataskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs nýs árs og þakkar góðar stundir á liðnum árum. Kennsla hefst aftur að loknu jólaleyfi þriðjudaginn 6. janúar samkvæmt stundaskrá.
Nánar
19.12.2008

Jólaballið

Jólaballið
Í morgun mættu nemendur uppábúnir á jólaballið sem ætíð er haldið síðasta skóladag fyrir jólaleyfi. Var nemendahópnum skipt í tvennt og kom fyrri hópurinn klukkan 9 í morgun og og sá seinni klukkan ellefu. Hópurinn skemmti sér í einn og hálfan tíma...
Nánar
19.12.2008

Bókakynning á aðventunni

Bókakynning á aðventunni
Þrír nemendur úr 7. bekk sáu um bókakynningar á skólasafninu á aðventunni og kynntu fyrir nemendum í 6. bekk. Það voru þær Gyða Jóhannsdóttir og Hildigunnur Hermannsdóttir sem sáu um kynninguna á skemmtilegum bókum fyrir stelpurnar.
Nánar
18.12.2008

Jólahangikjötið

Jólahangikjötið
Í dag var boðið upp á jólahangikjötið að venju í mötuneyti skólans. Auðvitað fylgdu grænu baunirnar og rauðkálið með ásamt hvíta jafningnum.Var ekki að sjá annað en að nemendur væru hæstánægðir með þennan þjóðlega matseðil.
Nánar
18.12.2008

Samræmd próf

Samræmd próf
Það var glæsilegur árangur hjá nemendum okkar í samræmdu prófunum frá í haust. Meðaltal nemenda í 4. bekk í stærðfræði er 7,7 (landsmeðaltal er 6,8) og í íslensku 6,7 (landsmeðaltal er 6,4). Meðalatal nemenda í 7. bekk í stærðfræði er 7,3 og í...
Nánar
17.12.2008

Ratleikur hjá 6. bekk

Ratleikur hjá 6. bekk
Nemendur í 6. bekk fóru í ratleik í morgunsárið. Flestir voru með vasaljós til að finna vísbendingarnar. Það voru settar upp14 stöðvar og fengu nemendur kort af skólalóðinni þar sem þær voru merktar inn á og áttu þeir að fylla inn ýmsar upplýsingar. ...
Nánar
16.12.2008

Götulist í jólasnjó

Götulist í jólasnjó
Nemendur úr 6. bekk sinntu götulist með kústastompi á mánudag og þriðjudag í tónmennt. Vel viðraði til starfans og jörðin var sveipuð jólasnjó. Með þessari útikennslu lauk kennslu í STOMPI fyrir jól. Sjá myndir
Nánar
15.12.2008

Guðsþjónusta í Vídalínskirkju

Guðsþjónusta í Vídalínskirkju
Sunnudaginn 14. desember var haldin árleg guðsþjónusta í Vídalínskirkju fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk Flataskóla. Margir nemendur skólans komu fram og fluttu helgileik, léku á hljóðfæri og lásu jólaljóð. Einnig kveiktu nemendur á kertum á...
Nánar
12.12.2008

7. bekkur í Sóma

7. bekkur í Sóma
Sjöundi bekkur í heimilisfræðivali fór með kennara sínum í heimsókn í fyrirtækið Sóma miðvikudaginn 10. desember s.l. Sómi er fyrirtæki hér í Garðabæ og framleiðir sóma- og jumbósamlokur. Tekið var vel á móti þeim.
Nánar
12.12.2008

Útikennsla hjá 4. bekk

Útikennsla hjá 4. bekk
Fjórði bekkur lætur ekki deigan síga í útikennslunni þrátt fyrir snjóinn, kuldann og rokið þessa dagana. En í gær skelltu nemendur og kennarar sér út á skólalóðina þar sem nemendur fengu að leika sér frjálst í tímanum. Nokkrir nemendur voru...
Nánar
11.12.2008

Gúmmí Tarzan

Gúmmí Tarzan
Nemendur í leiklistarvali 7. bekkjar sýndu leikritið Gúmmí Tarzan eftir sögu Ole Lund Kirkegaard í hátíðarsalnum í dag. Sýningar voru tvær og var öllum nemendum skólans boðið að koma og horfa á.
Nánar
10.12.2008

Aðventuguðsþjónusta 14. des.

Aðventuguðsþjónusta 14. des.
Sunnudaginn 14. desember kl. 11:00 verður hin árlega aðventuguðsþjónusta í Vídalínskirkju fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk Flataskóla. Nemendur 5. bekkja eru þessa stundina að leggja lokahönd á æfingar Helgileiks Flataskóla.
Nánar
English
Hafðu samband