Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bókakynning á aðventunni

19.12.2008
Bókakynning á aðventunni

Þrír nemendur úr 7. bekk sáu um bókakynningar á skólasafninu á aðventunni og kynntu fyrir nemendum í 6. bekk. Það voru þær Gyða Jóhannsdóttir og Hildigunnur Hermannsdóttir sem sáu um kynninguna á skemmtilegum bókum fyrir stelpurnar. En Hjalti R. Sveinsson sá um kynninguna fyrir strákana og sagði frá mjög spennandi bókum sem hann hafði lesið. Bókakynningarnar höfðuðu greinilega vel til áheyrenda sem vildu gjarnan lesa bækurnar sem voru kynntar.

 

Til baka
English
Hafðu samband