Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Mathletics stærðfræðivefurinn

25.02.2013
Mathletics stærðfræðivefurinn

Næstu tvær vikurnar eða til 11. mars hafa nemendur í 4. til 7. bekk aðgang að stærðfræðivefnum Mathletics. En þetta er í þriðja sinn sem þeir taka þátt í svona stærðfræðiverkefnum. Hægt er að komast á vefinn af heimasíðunni okkar hérna fyrir neðan til hægri. Notendanafn og lykilorð fá nemendur afhent hjá kennurum sínum. Vonandi verða nemendur duglegir að nýta sér þetta tilboð enda eru mörg afar nýstárleg, skemmtileg og krefjandi verkefni þarna á vefnum. Hægt er að vinna þetta líka heima.


Til baka
English
Hafðu samband