Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

4. bekkur í heimsókn í vísindasmiðju HÍ

28.02.2013
4. bekkur í heimsókn í vísindasmiðju HÍ

Fjórði bekkur fór í Vísindasmiðju Háskóla Íslands á miðvikudaginn 27. febrúar. Þar tóku þeir Jón Gunnar og Ari afar vel á móti þeim. Nemendur fengu fyrirlestur um vísindin og kennslu í hvernig hægt er að nýta Vísindavefinn. Þeim voru svo sýndar einfaldar tilraunir og í lokin fengu þeir að leika sér að tækjum og tólum í smiðjunni. Ferðin var virkilega vel heppnuð og skemmtu allir sér konunglega. Myndir frá ferðinni er að finna í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband