Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Desember hjá 5. bekk

17.12.2013
Desember hjá 5. bekk

Það hefur verið nóg um að vera hjá fimmtu bekkingum á aðventunni. Byrjað var á kertagerð hjá heiðurshjónunum Sigríði Ólafsdóttur og Birni sem tóku frábærlega vel á móti krökkunum og kunnum við þeim miklar þakkir fyrir. Við höfum einnig verið dugleg að nýta okkur snjóinn og fórum í „sleðaferð“ út á skólalóð fyrir helgi og áttum góða stund þar.

Á mánudaginn fórum við í borgarferð. Byrjað var á að fara á kaffihús þar sem allir fengu kakó og köku. Síðan var rölt yfir á tjörnina þar sem krakkarnir léku sér um stund og svo enduðu við í Ráðhúsinu til að fá smá yl í kroppinn.

Í morgun fórum við í Vigdísarlund. Þar voru sagðar draugasögur og drukkið heitt kakó og gætt sér á piparkökum. Ekki má gleyma því að krakkarnir eru núna á fullu að æfa helgileikinn sem fluttur verður á föstudaginn á jólaskemmtun hjá Flataskóla.

Myndir af skólastarfinu í desember eru í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband