Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Selma heimsótti nemendur

03.12.2013
Selma heimsótti nemendur
Selma Björk Hermannsdóttir, 16 ára nemi í FG kom í skólann í morgun og hélt erindi um einelti. Hún sagði frá reynslu sinni þar sem hún hefur sjálf orðið fyrir miklu einelti. Í kvöld er síðan fyrirlestur fyrir foreldra barna í 5. - 7. bekk en þá kemur faðir Selmu, Hermann Jónsson og ræðir við foreldra og ennfremur koma fulltrúar frá SAFT á fundinn og fjalla um örugga netnotkun. Hægt er að skoða fleiri myndir í myndasafni skólans.
Til baka
English
Hafðu samband