Öskudagurinn 2016
10.02.2016
Öskudagurinn var að vanda haldinn hátíðlegur í skólanum. Nemendur og starfsfólk mætti í margvíslegum búningum og var hugmyndaflugið mikið. Þarna sáum við sjóræningja, tölvupersónur eins og MeinCraft, Rauðhettu, banana, drauga o.s.frv. Myndir er hægt að skoða í myndasafni skólans og þær segja alla söguna. Hér fyrir neðan er líka myndband sem sýnir þar sem gengið var á milli stöðvanna sem voru átta og nemendur þurftu að leysa þar þrautir, segja brandara eða gátur, syngja, smakka þorramat eða stilla sér upp sem myndastyttur. Allt gekk þetta vel fyrir sig, nemendur söfnuðu sælgæti í pokana sína á stöðvunum sem þeir höfðu komið með í skólann í gær og því var deilt milli stöðvanna og úthlutað þar af nemendum í 7. bekk með aðstoð starfsfólks.