Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Morgunfundur með stjórnendum

24.02.2016
Morgunfundur með stjórnendum

Heil og sæl öll
Nú viljum við skólastjórnendur í Flataskóla bjóða áhugasömum foreldrum í morgunkaffi með okkur til skrafs um skólastarfið. Við höfum nú í þrjú ár boðið upp á þessa fundi og hafa skapast líflegar umræður um ýmsa þætti skólastarfsins. Er það von okkar að foreldrar sjái sér fært að mæta og taka þannig virkan þátt í skólastarfinu með okkur. Næsti fundur verður þriðjudaginn 1.mars kl. 8:30 í matsal nemenda.

Kær kveðja,
Stjornendur Flataskóla

Til baka
English
Hafðu samband