Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

100 daga hátíð hjá 1. bekk

04.02.2016 13:54
100 daga hátíð hjá 1. bekk

Nemendur í fyrsta bekk héldu 100 daga hátíð í vikunni. Þegar 100 dagar eru liðnir frá því að þeir byrja í skólanum þá er haldin 100 daga hátíð. Kennarar létu nemendur búa sér til kórónur úr gömlum kortabókum. Einnig voru búin til veggspjöld úr 100 myndum úr gömlum bókum, svo voru snúin kramarhús sem nemendur notuðu til að telja og geyma 100 mismunandi stykki af góðgæti. Eftir hádegi fengu þeir að horfa á kvikmynd og borða popp, snakkhringi og annað góðgæti. Hátíðin var skemmtilegt uppbrot á skólastarfinu og nutu nemendur þess í ríkum mæli. Myndir eru komnar í myndasafn skólans.

 

Til baka

100 daga hátíð hjá 1. bekk

04.02.2016
100 daga hátíð hjá 1. bekk

Nemendur í fyrsta bekk héldu 100 daga hátíð í vikunni. Þegar 100 dagar eru liðnir frá því að þeir byrja í skólanum þá er haldin 100 daga hátíð. Kennarar létu nemendur búa sér til kórónur úr gömlum kortabókum. Einnig voru búin til veggspjöld úr 100 myndum úr gömlum bókum, svo voru snúin kramarhús sem nemendur notuðu til að telja og geyma 100 mismunandi stykki af góðgæti. Eftir hádegi fengu þeir að horfa á kvikmynd og borða popp, snakkhringi og annað góðgæti. Hátíðin var skemmtilegt uppbrot á skólastarfinu og nutu nemendur þess í ríkum mæli. Myndir eru komnar í myndasafn skólans.

 

Til baka
English
Hafðu samband