18.10.2013
Afmælishátíð Flataskóla
Í dag fagnaði Flataskóli 55 ára afmæli sínu. Haldið var upp á daginn með pönnukökuveislu, en í morgun mættu hér galvaskar fyrrverandi starfskonur Flataskóla og bökuðu um 700 pönnukökur. Eftir hádegið mættu allir í hátíðarsal skólans og sungu gamla...
Nánar16.10.2013
Rithöfundur í heimsókn
Í dag kom rithöfundurinn Brynja Sif Skúladóttir í heimsókn í bókasafn skólans og talaði við nemendur í 4. og 5. bekk um nýju bókina sína "Nikký og slóð hvítu fjaðranna". Þetta er fyrsta bók höfundar og fjallar hún um litla stúlku í Reykjavík...
Nánar14.10.2013
4. bekkur í heimilisfræði
Sennilega er engin námsgrein eins vinsæl hjá nemendum og heimilisfræði. Fjórði bekkur var í heimilisfræði í síðustu viku og naut sín svo sannarlega eins og sjá má á myndunum sem teknar voru við það tækifæri. Bakaðar voru smákökur "muffins" og litu...
Nánar09.10.2013
4. bekkur leikur sér í snjónum
Krakkarnir okkar voru kátir á mánudaginn þegar þeir vökuðu og sáu snjóinn og gátu varla beðið eftir að fá að fara í frímínútur til að leika sér. Fjórði bekkur var snöggur að nýta sér tækifærið og bjó m.a. til virki og marga snjókarla og...
Nánar08.10.2013
3. bekkur heimsækir Hafnarborg
Nemendur í 3. bekk fóru í heimsókn í Hafnarborg í Hafnarfirði. Þar skoðuðu þeir listaverkasýninguna "Hús í húsinu". Nemendur fengu leiðsögn og fræðslu um húsið Hafnarborg og hvernig það var í gamla daga. Gægst var á glugga og kíkt aftur til fortíðar...
Nánar04.10.2013
4. bekkur - útinám
Nemendur í 4. bekk fá kennslu úti við einu sinni í viku. Í þessari viku fengu þeir að spila hið skemmtilega kubbaspil - Víkingaspilið. Nemendum var skipt upp í hópa og var góð samvinna í öllum hópum og stóðu krakkarnir sig með prýði. Áður en...
Nánar04.10.2013
Vísindamaður í heimsókn
Sjöundu bekkir fengu í vikunni vísindamanninn Odd Sigurðsson jarðfræðing í heimsókn í skólann í tengslum við verkefnavinnu sína um Vífilsstaðavatn. Oddur sagði nemendum hvernig vötn mynduðust á landinu okkar og sýndi þeim myndir af mismunandi vötnum...
Nánar04.10.2013
Ella umferðartröll og skrímslið í Kúlunni
Í gær kom Ella umferðartröll í umferðinni í heimsókn og spjallaði við krakkana í 5 ára bekk og 1. og 2. bekk um umferðina. Á heimasíðunni hennar er hægt að horfa á myndband, lita og fara í leiki um ýmislegt tengt umferðinni. Börnin fengu afhentan...
Nánar02.10.2013
Sólarveislur
Í Flataskóla kappkosta kennarar að skapa nemendum sínum gott námsumhverfi með því að stuðla að stöðugleika í skólastarfi, góðum samskiptum og að nemendur upplifi reglulega ýmiss konar velgengni í námi og félagslífi. Í skólanum er stuðst við SMT...
Nánar01.10.2013
Vífilsstaðavatn
Eins og undanfarin ár vinna nemendur í 7. bekk veglegt verkefni á haustönn í tengslum við lífríki Vífilsstaðavatns. Fuglar, fiskar, skordýr og gróður eru helstu viðfangsefni þeirra en á fyrstu haustdögum heimsækja þeir vatnið og afla sér gagna og...
Nánar30.09.2013
Verk- og listgreinar
Nú er allt komið á fullt í verk- og listgreinakennslu í skólanum. Listaverk nemenda birtast hvert af öðru á göngum skólans og eru til mikillar prýði. Linda myndmenntakennari er dugleg að setja upp myndir frá nemendum en nemendur hennar eru m.a. að...
Nánar27.09.2013
Útilistaverk 2. bekkur
Loksins kom gott veður og nemendur í 2. bekk gátu farið út og búið til listaverk. Á þriðjudaginn var veðrið svo ljómandi gott í útikennslutímanum að nemendum tókst að búa til útilistaverk. Markmiðið að skapa listaverk úr náttúrunni svo að nemendur...
Nánar- Fyrri síða
- 1
- ...
- 4
- 5
- 6
- ...
- 13