Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ella umferðartröll og skrímslið í Kúlunni

04.10.2013
Ella umferðartröll og skrímslið í Kúlunni

Í gær kom Ella umferðartröll í umferðinni í heimsókn og spjallaði við krakkana í 5 ára bekk og 1. og 2. bekk um umferðina. Á heimasíðunni  hennar er hægt að horfa á myndband, lita og fara í leiki um ýmislegt tengt umferðinni. Börnin fengu afhentan umferðargátlista til að fara með heim og  fara yfir listann með foreldrum/forráðamönnum sínum.

Fyrr í vikunni fóru svo nemendur í 5 ára bekk á leiksýningu í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu og sáu leikritið Skrímslið litla systir mín. Þetta leikrit hlaut Grímuverðlaunin sem barnasýning ársins 2012. Þjóðleikhúsið hefur undanfarin 5 ár boðið börnum í elstu deildum leikskóla í heimsókn í leikhúsið með kennurum sínum til að kynnast töfraheimi leikhússins.

Myndir frá þessum atburðum eru í myndasafni skólans.
Hér fyrir neðan er smámyndband frá heimsókn Ellu umferðartrölls.

Til baka
English
Hafðu samband