Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Verk- og listgreinar

30.09.2013
Verk- og listgreinar

Nú er allt komið á fullt í verk- og listgreinakennslu í skólanum. Listaverk nemenda birtast hvert af öðru á göngum skólans og eru til mikillar prýði. Linda myndmenntakennari er dugleg að setja upp myndir frá nemendum en nemendur hennar eru m.a. að fást við litablöndun, þrívídd, myndbyggingu, speglun, uppstillingar og mynsturgerð svo eitthvað sé nefnt.  Á ganginum hjá bókasafninu hanga svo skemmtilegar "fígúrur" úr þæfðu efni sem nemendur í 3. bekk hafa unnið hjá Guðríði textílkennara. Myndir af listaverkunum er hægt að skoða í myndasafni skólans.

Síðast liðið vor sýndi 6HL brúðuleikritið um GOSA í hátíðarsal skólans en það verkefni höfðu nemendur unnið í samráði við umsjónarkennara og smíðakennara. Handritagerð, tónlist og leikbrúður ásamt sviði var alfarið unnið af nemendum undir stjórn Hönnu Lóu og Árna Más.

 

Til baka
English
Hafðu samband