Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

22.12.2008

Gleðileg jól

Gleðileg jól
Starfsfólk Flataskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs nýs árs og þakkar góðar stundir á liðnum árum. Kennsla hefst aftur að loknu jólaleyfi þriðjudaginn 6. janúar samkvæmt stundaskrá.
Nánar
19.12.2008

Jólaballið

Jólaballið
Í morgun mættu nemendur uppábúnir á jólaballið sem ætíð er haldið síðasta skóladag fyrir jólaleyfi. Var nemendahópnum skipt í tvennt og kom fyrri hópurinn klukkan 9 í morgun og og sá seinni klukkan ellefu. Hópurinn skemmti sér í einn og hálfan tíma...
Nánar
19.12.2008

Bókakynning á aðventunni

Bókakynning á aðventunni
Þrír nemendur úr 7. bekk sáu um bókakynningar á skólasafninu á aðventunni og kynntu fyrir nemendum í 6. bekk. Það voru þær Gyða Jóhannsdóttir og Hildigunnur Hermannsdóttir sem sáu um kynninguna á skemmtilegum bókum fyrir stelpurnar.
Nánar
18.12.2008

Jólahangikjötið

Jólahangikjötið
Í dag var boðið upp á jólahangikjötið að venju í mötuneyti skólans. Auðvitað fylgdu grænu baunirnar og rauðkálið með ásamt hvíta jafningnum.Var ekki að sjá annað en að nemendur væru hæstánægðir með þennan þjóðlega matseðil.
Nánar
18.12.2008

Stofujól með 6. bekk

Stofujól með 6. bekk
Í morgun héldu vinabekkirnir 3. og 6. bekkur saman stofujól. Þau spiluðu og borðuðu saman nestið sitt í 6. bekkjarstofunum. Var þar gleði og gaman og vonandi hafa allir 3. bekkingar haft ánægju af þessari samvist með 6. bekkingum.
Nánar
18.12.2008

Útiljósastund í Vigdísarlundi

Útiljósastund í Vigdísarlundi
Í vetur höfum við í 4. bekk verið dugleg í útikennslunni og þótti okkur því við hæfi að vera með örlitla útijólastund í síðasta útitímanum fyrir jól. Við fórum út snemma í morgun og gengum saman niður í Vigdísarlund. Þar kveiktum við á útikertum og...
Nánar
18.12.2008

Stofujól með vinabekk

Stofujól með vinabekk
Við vorum með stofujól í morgun. Vinabekkur okkar kom í heimsókn, sem er 3. bekkur. Það var mikið gaman og allir skemmtu sér vel við leik, spil og kökuát. Myndir af gleðinni má finna hérna á myndasíðunni.
Nánar
18.12.2008

Samræmd próf

Samræmd próf
Það var glæsilegur árangur hjá nemendum okkar í samræmdu prófunum frá í haust. Meðaltal nemenda í 4. bekk í stærðfræði er 7,7 (landsmeðaltal er 6,8) og í íslensku 6,7 (landsmeðaltal er 6,4). Meðalatal nemenda í 7. bekk í stærðfræði er 7,3 og í...
Nánar
18.12.2008

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Jólakveðja Anna Lena, Guðrún Ásta, Helena, Ragnheiður og Rakel
Nánar
18.12.2008

Súkkulaðismákökur

Í desember tókusmiðjukennarar sig saman og gerðu litla jólahringekju. Með þessu móti fengu allir nemendur í 4. bekk að fara í heimilisfræði og
Nánar
17.12.2008

Ratleikur hjá 6. bekk

Ratleikur hjá 6. bekk
Nemendur í 6. bekk fóru í ratleik í morgunsárið. Flestir voru með vasaljós til að finna vísbendingarnar. Það voru settar upp14 stöðvar og fengu nemendur kort af skólalóðinni þar sem þær voru merktar inn á og áttu þeir að fylla inn ýmsar upplýsingar. ...
Nánar
17.12.2008

Siðustu dagar fyrir jólafrí

Siðustu dagar fyrir jólafrí
Senn líður að jólafríinu
Nánar
English
Hafðu samband