Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

23.08.2013

Skólinn settur

Skólinn settur
Skólasetning var í dag í Flataskóla. Um 300 nemendur munu stunda nám í Flataskóla í vetur og hefur þeim fjölgað verulega frá í fyrra. Nemendur komu ásamt foreldrum sínum í hátíðarsal skólans í þremur hópum á klukkustundar fresti. Skólastjórinn bauð...
Nánar
07.08.2013

Laus störf

Flataskóli auglýsir eftirfarandi laus störf: skólaliði í fullt starf, umsjónarmaður tómstundaheimilisins Krakkakots í 75% stöðu og tveir leiðbeinendur í hlutastarf hjá tómstundaheimilinu Krakkakoti. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á vef...
Nánar
06.08.2013

Skólabyrjun 2013

Skrifstofa skólans er nú opin. Skólasetning verður föstudaginn 23. ágúst og kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 26. ágúst. Skóladagatal og upplýsingar um innkaupalista má finna hægra megin hér neðst á síðunni. Mánudaginn 19. ágúst kl. 17:00...
Nánar
02.07.2013

5 ára bekkur - útskrift

5 ára bekkur - útskrift
Í þessari viku fóru nemendur í 5 ára bekk í síðustu ferðina sína í sumar og var förinni heitið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Lilja starfsmaður Húsdýragarðsins tók á móti hópnum og leiddi hann í skemmtilegan hring um garðinn þar sem nemendur fengu...
Nánar
25.06.2013

Sumarlokun skrifstofu

Sumarlokun skrifstofu
Skrifstofa skólans er lokuð vegna sumarleyfa frá mánudeginum 24. júní til þriðjudagsins 6. ágúst. Við þökkum nemendum, foreldrum og öðrum samstarfsaðilum ánægjulegt samstarf á liðnu skólaári. Skólastarf hefst svo aftur með setningu skólans...
Nánar
21.06.2013

Sumar hjá 5 ára bekk

Sumar hjá 5 ára bekk
Í vikunni fóru krakkarnir í 5 ára bekk bæði í Þjóðminjasafnið og á Sjóminjasafnið. Vel var tekið á móti okkur í Þjóðminjasafninu þar sem við fengum góða leiðsögn og sáum við meðal annars beinagreindur, gamla aska, styttur og skip.
Nánar
19.06.2013

Frá 5 ára bekk

Frá 5 ára bekk
Þriðjudaginn 11. júní komu allir í bekknum með hjól eða hlaupahjól í skólann. Þeir sem vildu skelltu sér í stuttan hjólatúr á göngustígunum í kringum skólann aðrir æfðu sig og léku sér á hjólum sínum á skólalóðinni. Var þetta ágæt tilbreyting og...
Nánar
07.06.2013

Skólaslit 2013

Skólaslit 2013
Í morgun var skólanum slitið með því að nemendur í 1. til 6. bekk komu í hátíðarsal skólans tveir árgangar í senn á klukkustundar fresti frá klukkan 9 og fengu vitnisburð frá kennurum sínum. Skólastjórinn flutti ávarp og aðstoðarskólastjóri tilkynnti...
Nánar
07.06.2013

7. bekkur kveður

7. bekkur kveður
Síðdegis í gær kvöddum við 7. bekk við hátíðlega athöfn. Ólöf Sigurðardóttir skólastjóri flutti ávarp til nemenda. Helga María aðstoðarskólastjóri tilkynnti úrslit í ljóðakeppni skólans og voru vinningshafarnir kallaðir upp á svið þar sem þeir lásu...
Nánar
07.06.2013

Fatnaður í óskilum

Fatnaður í óskilum
Mikið magn af fatnaði og skóm er hér í skólanum sem nemendur hafa skilið eftir. Það er ósk okkar að nemendur og/eða foreldrar komið og athugið hvort þetta sé ekki eitthvað sem gæti verið gott að hafa heima við í sumar. Þetta liggur á borðum og hangir...
Nánar
06.06.2013

Ganga á Helgafell

Ganga á Helgafell
Í morgun fóru allir í skólanum í gönguferð á Helgafell en þetta er síðasti skóladagurinn í vetur. Veður var skaplegt en nokkuð hvasst. Fjórar rútur óku með okkur upp að Kaldárseli og þaðan gengu eldri nemendur upp á Helgafellið en hinir upp í...
Nánar
05.06.2013

Leikur að formum

Leikur að formum
Sjöundu bekkingar brugðu á leik í síðustu viku og gerðu tilraunir með sápuvatn. Þeir bjuggu til þrívíð form úr rörum sem þeir settu í sápuvatnið og þá komu fram alls konar form inni í þrívíða forminu. Þar var margt að skoða og spá í eins og sjá má á...
Nánar
English
Hafðu samband