Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

5 ára bekkur - útskrift

02.07.2013
5 ára bekkur - útskrift

Í þessari viku fóru nemendur í 5 ára bekk í síðustu ferðina sína í sumar og var förinni heitið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Lilja starfsmaður Húsdýragarðsins tók á móti hópnum og leiddi hann í  skemmtilegan hring um garðinn þar sem nemendur fengu meðal annars að kíkja inn fyrir girðinguna hjá hreindýrunum, geitunum og hestunum. Geiturnar vöktu þó án efa mesta lukku enda voru þær forvitnar, ágengar og fyndnar. Þá fengu nemendur að vera viðstaddir þegar selunum var gefið, þeir fengu að klappa kanínu og gefa hænunum korn. 
Þá var förinni heitið yfir í fjölskyldugarðinn. Fyrst voru grillaðar pylsur ofan í mannskapinn og síðan var haldið í leiktækin. Þau vöktu mikla lukku, það var farið í víkingaskipið, bílana, uppblásnu vatnskúlurnar og að sjálfsögðu skelltu ofurhugarnir sér í fallturninn 
Á fimmtudeginum var svo farið í keilu í Egilshöll. Það var mikið fjör og mikið gaman og skemmtu krakkarnir sér vel. Ýmsar útfærslur voru við að henda kúlunni en allir hittu eitthvað og skapaðist mikil stemming í höllinni. Nú fara nemendur í 5 ára bekk í sumarfrí og koma aftur í skólann í haust sem 1. bekkingar. Við hlökkum til að fá þá aftur í skólann hressa og endurnærða eftir gott sumarfrí. Þeir voru duglegir að taka þátt í flestum viðburðum skólans í vetur og koma því í skólann vel kunnugir staðháttum og vinnubrögðum skólans.

Myndir frá síðustu ferðum eru í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband