06.06.2008
Skólaslit 5. júní
Skólaslitin að þessu sinni fóru fram fimmtudaginn 5. júní. Komu nemendur fyrst í hátíðarsal þar sem skólastjórinn kvaddi þá, á eftir fengu nemendur vitnisburð sinn hjá kennurum.
Nánar05.06.2008
Framúrskarandi ævistarf
ÓLAFUR Ragnar Grímsson forseti lýðveldisins veitti í vikunni íslensku menntaverðlaunin við hátíðlega athöfn í Lágafellsskóla. Er þetta í fjórða sinn sem verðlaunin eru veitt. Arnheiður Borg kennari við Flataskóla til margra ára hlaut verðlaun fyrir...
Nánar05.06.2008
Íþróttadagur
Íþróttadagurinn 3. júní tókst með afbrigðum vel. Veðrið lék við okkur og allir nutu sín í veðurblíðunni.
Nánar05.06.2008
Tónlistarmyndband
Í síðustu viku voru haldnir vortónleikar hjá öllum bekkjardeildum skólans. Tónleikarnir voru teknir upp á myndband og verða þeir settir smátt og smátt á netið á næstu dögum. Hér er myndband af tónleikum 6. bekkja.
Nánar02.06.2008
3. bekkur á Þjóðminjasafnið
Þriðjudaginn 27. maí fóru nemendur í 3. bekk á Þjóðminjasafnið. Þeir fengu leiðsögn um safnið og leituðu m.a. að gömlun skóm en þeir sáu líka gamlar beinagrindur sem þóttu mjög spennandi.
Nánar02.06.2008
1. bekkur í fjallgöngu
Fyrsti bekkur fór í fjallgöngu föstudaginn 30. maí s.l. upp í Heiðmörk og þar gengu þau á hæðina Gunnhildi í ljómandi fallegu veðri. Ferðin þótti takast afar vel.
Nánar30.05.2008
Fréttabréf maí 2008
Flataskóli hefur gefið út fréttabréf í maí. Þar er að finna helstu viðburði vorannarinnar og hvað er framundan.
Nánar30.05.2008
Lautarferð 1. bekkja
Við höfum nýtt okkur góðviðrið síðustu daga og verið mikið úti. 1. bekkur fór í lautarferð fyrir nokkru og hér eru nokkrar myndir úr þeirri ferð.
Nánar28.05.2008
Hreinsunarátak 3. og 5. bekkur
Nemendur 3. og 5. bekkja stóðu að sameiginlegu hreinsunarátaki í nágrenni Vigdísarlundar og Hraunsholtslækjar miðvikudagsmorguninn 28. maí. Ýmislegt rak á fjörur nemenda og hreint ótrúlegt hvað fannst af úrgangi í fallegri náttúrunni.
Nánar28.05.2008
Uppáhaldsbækur
Uppáhaldsbækur kennara og rithöfundar
Nemendum í 3. bekk var boðið á skólasafnið til að hlýða á upplestur úr uppáhaldsbókum kennara sinna frá því þeir voru börn. Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur og velunnari skólans las upp úr Línu...
Nánar28.05.2008
5. bekkur á Vífilsfell
Mánudaginn 26. maí gengu 5. bekkingar á Vífilsfell ásamt starfsfólki skólans. Er þetta liður í dagskrá vorannar. Kunnu nemendur vel að meta þetta eins og sjá má á myndunum sem teknar voru í ferðinni.
Nánar27.05.2008
Textilmennt í 1. bekk
Nemendur fyrstu bekkja bjuggu til púða með myndum úr ullarkembu. Þeir hafa verið að vinna með ullina á ýmsan hátt og þetta er einn af mörgum skemmtilegum hlutum sem Guðríður textílkennari aðstoðaði þá við að búa til úr henni.
Nánar