Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Schoolovisionframlag Flataskóla 2018

01.05.2018 21:05
Schoolovisionframlag Flataskóla 2018

Það var verið að setja myndband á bloggsíðu Schoolovision 2018 en Schoolovision er eTwinning verkefni sem skólinn tekur þátt í. Þetta er í 10. sinn sem Flataskóli útbýr myndband til að setja í Schoolovision og að þessu sinni voru það nemendur í 4. bekk, sem urðu hlutskarpastir í undankeppninni Flatóvision, sem syngja, dansa og leika í myndbandinu. Þetta er lagið "Is it true" sem Jóhanna Guðrún söng í Eurovision keppninni 2009 fyrir okkur Íslendinga og hlaut 2. sætið. Það verður gaman að vita hvar við lendum í röðinni í Schoolovision með þetta innlegg nemenda, en það kemur í ljós eftir tvær vikur. Þangað til geta nemendur/kennarar/foreldrar skoðað hin myndböndin sem komin eru á bloggið og sett inn ummæli (comments) þar til að láta vita hvað þeim finnst og við biðjum um jákvæð ummæli, annars engin. Endilega skoðið síðuna og gefið ummæli með myndböndum hinna landanna. 

 

Til baka

Schoolovisionframlag Flataskóla 2018

01.05.2018
Schoolovisionframlag Flataskóla 2018

Það var verið að setja myndband á bloggsíðu Schoolovision 2018 en Schoolovision er eTwinning verkefni sem skólinn tekur þátt í. Þetta er í 10. sinn sem Flataskóli útbýr myndband til að setja í Schoolovision og að þessu sinni voru það nemendur í 4. bekk, sem urðu hlutskarpastir í undankeppninni Flatóvision, sem syngja, dansa og leika í myndbandinu. Þetta er lagið "Is it true" sem Jóhanna Guðrún söng í Eurovision keppninni 2009 fyrir okkur Íslendinga og hlaut 2. sætið. Það verður gaman að vita hvar við lendum í röðinni í Schoolovision með þetta innlegg nemenda, en það kemur í ljós eftir tvær vikur. Þangað til geta nemendur/kennarar/foreldrar skoðað hin myndböndin sem komin eru á bloggið og sett inn ummæli (comments) þar til að láta vita hvað þeim finnst og við biðjum um jákvæð ummæli, annars engin. Endilega skoðið síðuna og gefið ummæli með myndböndum hinna landanna. 

 

Til baka
English
Hafðu samband