Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Flatóvision 2018

Flatóvisionhátíðin var haldin í skólanum í tíunda sinn þann 15. mars n.k. en þetta verkefni hefur verið árlegur viðburður í skólastarfinu frá 2009. Keppnin var haldin til þess að finna lag í eTwinningverkefnið Schoolovision sem er evrópst samskiptaverkefni sem skólinn tekur þátt í ásamt tæplega 40 öðrum skólum frá Evrópu.  Í Flatóvision fá nemendur úr 4. til 7. bekk að koma með atriði (lag og dans) sem þau velja sjálf og æfa (með tilliti til reglna sem settar eru hverju sinni) og hefð hefur einnig skapast fyrir því að nemendur í yngri bekkjum koma með skemmtiatriði. Gestadómari var að þessu sinni nýja söngvakeppnisstjarnan Ari Ólafsson. Einnig komu nemendur úr Garðaskóla, fyrrum nemendur í Flataskóla  þær Hildur og Thelma úr 10. bekk sem gestadómarar.

Lagið sem varð hlutskarpast að þessu sinni kom frá nemendum í 4. bekk en þeir sungu lagið "Is it true" sem Jóhanna Guðrún söng í Eurovisionkeppninni hér um árið.

Myndir frá keppninni er hægt að skoða í myndasafni skólans.

 Nemendur ú 4. bekk sem urðu hlutskarpastir að þessu sinni með laginu "Is it true?"

 

 

 

 

 

English
Hafðu samband