4. sætið í Schoolovision
Uppskeruhátíð í eTwinning samskiptaverkefninu Schoolovision 2017 var í morgun en það er verkefni rúmlega 30 grunnskóla frá mismunandi löndum í Evrópu. Allt var til staðar í hátíðarsalnum og bein útsending hófst klukkan átta í morgun og vorum við tilbúin að kynna stigin okkar til hinna þegar tæknin brást og ekki náðist samband aftur. En niðurstöðurnar komu samt sem áður fljótlega á vefsíðu verkefnisins þar sem stjórnandi verkefnisins var svo forsjáll að vera búinn að fá stigagjöfina frá þátttakendum daginn áður.
Við hlutum 4. sætið með laginu "Nótt" sem nemendur í 6. bekk fluttu í Flatóvision. Í fyrsta sæti var lag frá Spáni. Hægt er að lesa frekar um verkefnið á heimasíðu skólans.
4. sætið í Schoolovision
Uppskeruhátíð í eTwinning samskiptaverkefninu Schoolovision 2017 var í morgun en það er verkefni rúmlega 30 grunnskóla frá mismunandi löndum í Evrópu. Allt var til staðar í hátíðarsalnum og bein útsending hófst klukkan átta í morgun og vorum við tilbúin að kynna stigin okkar til hinna þegar tæknin brást og ekki náðist samband aftur. En niðurstöðurnar komu samt sem áður fljótlega á vefsíðu verkefnisins þar sem stjórnandi verkefnisins var svo forsjáll að vera búinn að fá stigagjöfina frá þátttakendum daginn áður.
Við hlutum 4. sætið með laginu "Nótt" sem nemendur í 6. bekk fluttu í Flatóvision. Í fyrsta sæti var lag frá Spáni. Hægt er að lesa frekar um verkefnið á heimasíðu skólans.