Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

 

Enn og aftur tók Flataskóli, nú níunda árið í röð, þátt í eTwinningverkefninu Schoolovision. Schoolovion verkefnið tekur mið af Eurovision og má aðeins einn skóli í hverju landi taka þátt. Flataskóli hefur frá byrjun verið fulltrúi Íslands í verkefninu. Í fyrra lögðum við fram lagið "Dönsum burtu blúes" eftir StopWaitGo sem nemendur í 7. bekk fluttu og hlutum við 2. sætið.   Bloggsíða verkefnisins liggur hér.

Flatóvision 2017 er undankeppni fyrir Schoolovision ár hvert til að velja framlagið í Schoolovision. Þar fá nemendur í 4. til 7. bekk að koma með atriði að eigin vali en þó þurfa þeir að fara eftir reglum keppninnar hverju sinni (sjá neðst á þessari síðu).

Sigurlag Flatóvision 2017 var lagið "Nótt" sem flutt var af Aroni Hannesi í söngvakeppni sjónvarpsins og voru það nemendur í 6. bekk sem lögðu það fram. Lagið er eftir þá Svein Rúnar Sigurðsson og Ágúst Ibsen. Gestadómari var Hildur Kristín Stefánsdóttir. Framlög komu frá öllum árgöngum í 4. til 7. bekk eða sjö alls. Skemmtiatriði að þessu sinni kom frá þeim Finnbjörgu og Mathildu í 6.bekk, en þær sungu lagið "All of me" með John Legend og fluttu þær það á meðan dómarar báru saman bækur sínar.

Hér fyrir neðan er myndbandið þar sem lagið "Nótt" er flutt af nemendum í 6. bekk og sent inn sem framlag okkar í Schoolovision keppnina 2017. Það hlaut 4. sæti með 144 stig, í fyrsta sæti var Spánn með 214 stig. Það voru nemendur úr 6. bekk, þau Davíð, Finnbjörg og Mathilda sem sungu og Brynjar, Daði, Bjarki, Finn, Natar og Þorgeir sem tóku sporið. Hér eru stigin hjá 7 efstu löndunum og er hægt að skoða myndböndin á bloggsíðu verkefnisins.

 

 

 

  

 

Nánari upplýsingar um þetta verkefni er að finna á bloggsíðum þess frá fyrri árum.

 

Verkefnið hefur bæði hlotið gæðamerki íslensku og evrópsku landsskrifstofanna.

    -------ooo00ooo-------      ------ooo00ooo-------    --------ooo00ooo--------

Reglur keppninnar í ár eru nánast þær sömu og áður en þær eru:

  1. Aðeins einn skóli frá hverju landi má taka þátt og er Flataskóli fulltrúi Íslands í þessu verkefni.
  2. Velja má söng/dans að eigin vali og það má syngja á hvaða tungumáli sem er. Það má vera þekkt lag, þjóðlag eða lag sem nemendur búa til sjálfir, lag sem enginn hefur heyrt áður. Lagið þarf að tengjast landinu á einhvern hátt. Lag þarf að vera eftir íslenskan höfund. Textinn getur t.d. verið um vináttu, umhverfismennt, frið, fólk o.s.frv. 
  3. Undirleikur má vera leikinn af nemendum, af CD-diski eða af foreldrum/kennurum. 
  4. Enginn hjálparsöngur né bakraddir mega vera í upptökunni. Nemendur verða að syngja allt lagið sjálfir. 
  5. Klæðnaður á sviði skal vera við hæfi 9 til 12 ára barna. 

 

English
Hafðu samband