Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Reglugerð um starfsemi skólaráða í samráði við samtök sveitarfélaga, kennara og foreldra sem ráðherra setur.

Við grunnskóla skal starfa skólaráð (skv. lögum nr. 91, 8. gr.) sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald.  Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans.  Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið.  Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endaleg ákvörðun um þær er tekin.  Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda.  Skólanefnd, sbr. 6. gr., getur með samþykki sveitarstjórnar falið skólaráðum einstakra skóla ákveðin verkefni þessu til viðbótar.

Skólaráð skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks í viðkomandi skóla, tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum foreldra, auk skólastjóra sem stýrir stafi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess.  Skólaráð velur að auki einn fulltrúa grenndarsamfélags til að sitja í ráðinu eða viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra.  Auk þess skal skólastjóri boða til sameiginlegs fundar skólaráðs og stjórnar nemendafélags að lágmarki einu sinni á ári.

Fulltrúar í skólaráði Flataskóla 2017-2018

Fulltrúar í skólaráði Flataskóla 2014 til 2015

Fulltrúar í skólaráði Flataskóla 2013 til 2014

Fulltrúar í skólaráði Flataskóla 2012 til 2013

Fulltrúar í skólaráði Flataskóla 2010-2011

Fulltrúar í skólaráði Flataskóla 2009-2010  (stofnað 25. nóvember 2008)

Fundagerðir skólaráðs Flataskóla

Starfsreglur skólaráðs Flataskóla

Reglugerð um skólaráð við grunnskóla

Fræðsla um hlutverk skólaráða

Hér má nálgast einblöðung um skólaráð. Einblöðungurinn er sérstaklega ætlaður nemendum grunnskóla og hefur að geyma upplýsingar úr grunnskólalögum og reglugerð um skólaráð ásamt nokkrum hagnýtum atriðum fyrir þá sem hafa áhuga á að starfa í skólaráði. Einblöðungurinn er gefinn út af embætti umboðsmanns barna og tekinn af vef www.barn.is.


English
Hafðu samband