Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Spennandi Flatamix

03.10.2025
Spennandi FlatamixÍ Flataskóla er val þvert á árganga sem kallast Flatamix. Á yngra stigi blandast 1.-4.bekkur og eru margar spennandi stöðvar í boði. Að þessu sinni voru eftirfarandi stöðvar í boði: Tilraunir og þrautir -Eldhúsfjör - Smáhúsgögn - Söngur og leiklist - Vellíðan - Draugar og dans - Ratleikur og veiði - Grímugerð. Nemendur velja sér 4 stöðvar af þeim 8 stöðvum sem í boði eru og komast á eina þeirra. Nemendur velja svo aftur fyrir næstu lotu sem er að 6 viknum liðnum. Óhætt er að segja að þetta falli vel í kramið og eru nemendur afar áhugasamir og kátir. Myndirnar tala sínu máli.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband