Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Öflugt lestrarátak hjá 3. bekk

03.10.2025
Öflugt lestrarátak hjá 3. bekkFyrir stuttu var 3.bekkur með lestrarátak sem vakti mikla gleði og áhuga meðal nemenda. Markmiðið var að efla lestraráhuga og styrkja lesfærni á einstaklingsmiðaðan og skemmtilegan máta. Í bekknum var sett upp stórt plakat með súluriti í ofurhetjuþema. Nafn hvers nemanda var merkt neðst á súluritinu og í hvert sinn sem nemandi lauk við bók, lituðu þau inn í súluna sína og þannig hækkaði hún smám saman eftir því sem fleiri bækur voru lesnar. Til viðbótar við súluritið átti hver einn nemandi sína eigin ofurhetju sem styrktist með hverri lesinni bók. Eftir að bók var kláruð, merktu nemendur við hjá ofurhetjunni sinni og völdu nýjan ofurkraft til að gera ofurhetjuna sína öflugri. Lestrarátakið hefur verið frábær leið til að efla lestrarfærni, samvinnu og gleði í bekknum og ,,lestar ofurhetjurnar" okkar eru svo sannarlega orðnar fimari í lestrinum!

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband