Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttir úr smíði

11.09.2025
Fréttir úr smíðiFréttir úr smíði koma frá 2. 3. og 7. bekk. 2. bekkur var að æfa sig í að negla og nýtti til þess tangir (flatkjöftur og spóatangir). Þau hafa staðið sig með mikilli prýði - eru jákvæð og vandvirk og muna vel fyrirmæli frá því í fyrra. 3. bekkur er að vinna að leirverkefninu sínu. Nemendur eru að gera leirfiska og fiskabúr og eru natin við vinnu sína. Örlítið hefur borið á miklu masi í tímum - en hingað til hefur það ekki haft áhrif á vinnusemi þeirra nemenda og vinnuandinn einkennist af jákvæðu viðhorfi og viðleitni til að prófa nýjar aðferðir. 7. bekkur vinnur stærsta verkefnið af árgöngunum - enda elst og verkefnið einhverskonar útskriftarverkefni. Nemendur smíða stól sem þeir hafa sjálfir ákveðið stærðina á og hafa þurft að gera módel í hlutföllunum 1:2. Flestir í hópnum sýna vönduð vinnubrögð og reyna á sig við að gera sem best. Nemendur fengu tækifæri um daginn til að gera “youtube” verkefni - þar sem þau smíðuðu valslöngvu eftir myndbandsleiðbeiningum. Þetta var ágætis skemmtun og stóðu nemendur sig vel.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband