Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

1.bekkur í sögustund

04.09.2025
1.bekkur í sögustundBörnin í 1.bekk fóru í fyrsta skipti á skólabókasafnið okkar. Ágústa bókasafnsfræðingur tók á móti þeim, las fyrir þau skemmtilega sögu og varpaði tilheyrandi myndum á vegg. Börnin voru mjög áhugasöm og hlustuðu vel. Í lokin máttu þau spila, skoða, og lesa auk þess að velja sér bækur til að taka með inn í skólastofuna.
Til baka
English
Hafðu samband