Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólasetning 22.ágúst 2025

15.08.2025
Skólasetning 22.ágúst 2025

Skólasetning Flataskóla verður föstudaginn 22. ágúst og verður með örlítið breyttu sniði í ár. Kennarar taka á móti nemendum og foreldrum í bekkjarstofum. Farið verður yfir ýmis atriði varðandi áherslur í skólastarfinu og samstarf heimilis og skóla. Athugið að mælst er til að foreldar í öllum árgöngum mæti með börnum sínum.

Tímasetning     Árgangur     Staðsetning
09.00 - 10.00     2. bekkur     A-202, A-204
09.00 - 10.00     3. bekkur     M-209, M-211
10.00 - 11.00     4. bekkur     útistofur (hvítir skúrar á skólalóð)
10.00 - 11.00     5. bekkur     V-103, V-105, V-107
11.00 - 12.00     6. bekkur     V-203, V-205, V-207
11.00 - 12.00     7. bekkur     N-213, N-215, N-219

Nemendur í 1.bekk og foreldrar þeirra munu fá viðtalsboð frá umsjónarkennurum og mæta samkvæmt því fundarboði á skólasetningardaginn.

 
Til baka
English
Hafðu samband