Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

3.bekkur og himingeimurinn

06.02.2025
3.bekkur og himingeimurinn

Undanfarið hafa nemendur í 3. bekk verið að læra um himingeiminn og þær reikistjörnur sem tilheyra sólkerfinu okkar. Börnin lesa, skoða, teikna og skrifa fróðleik um hverja reikistjörnu og líma inn í harmonikkubók sem þau vinna hvert fyrir sig og eru mjög stolt af.

Að þeirri vinnu lokinni tekur við hópavinna þar sem börnin vinna saman m.a. að gerð stærri reikistjarna, búnir verða til reikistjörnuóróar auk fleiri spennandi verkefna sem prýða mun skólarýmið.

Þetta viðfangsefni hefur vakið mikinn áhuga og er hver stund vel nýtt. Það er því óhætt að segja að börnin eru glöð og fróðleiksfús í hverri kennslustund.

Til baka
English
Hafðu samband