Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Starfsfólk Flataskóla á leið í námsferð

25.10.2022
Starfsfólk  Flataskóla á leið í námsferð

Stór hópur starfsfólks Flataskóla er á leið til London að morgni miðvikudagsins  26.10.  Farið verður í skólaheimsókn og á vísindasafn. 
Skólinn sem við heimsækjum heitir Ardleigh green junior school og hefur verið í fremstu röð í leiðsagnarnámi  í áratugi. Skólastjóri skólans John Morris mun sýna okkur skólann og halda námskeið fyrir okkur. Morris hefur fengið margar viðurkenningar fyrir gott skólastarf og síðan 2006 hefur hann unnið með mörgum skólum á Íslandi.Við verðum á vísindasafninu hálfan dag og fáum leiðsögn.  Við komum heim sunnudaginn 30.10. og skóli verður skv. stundaskrá þann 31.10.

 

 

Til baka
English
Hafðu samband