Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Schoolovision

09.05.2022
SchoolovisionFlataskóli tekur að venju þátt í samevrópsku verkefni sem ber nafnið Schoolovision.  Það felur í sér að einn skóli frá hverju landi sendir framlag í söngvakeppni með "Eurovisionsniði" þar sem nemendur skólanna greiða atkvæði og fram fer lokahátíð þar sem atkvæðin eru talin og greint frá úrslitum.  Í aðdraganda keppninnar völdu nemendur í 4.-7. bekk tvö framlög hver árgangur í lokakeppni innan skólans sem ber nafnið Flatóvision.  Í ár voru það stúlkur úr 7. bekk sem fóru þar með sigur af hólmi og eru því fulltrúar Flataskóla og þar með Íslands í Schoolovisionkeppninni.  Í ár eru í keppninni lög frá 30 Evrópulöndum.  Vikuna 9.-12. maí horfa nemendur á framlög hinna landanna og greiða atkvæði og föstudaginn 13. maí er svo lokahátíðin þar sem úrslitin koma í ljós.  Við erum að sjálfsögðu spennt fyrir þessu og höfum fulla trú á að okkar framlag nái langt í keppninni en hægt er að skoða öll framlögin á vefsíðunni https://schoolovision2022.blogspot.com/
Til baka
English
Hafðu samband