Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sumarlestur

13.06.2019

Rannsóknir hafa sýnt að sumarfrí nemenda hefur í för með sér ákveðna afturför í lestri sé lestrarfærninni ekki haldið við. 

Það þarf ekki að lesa nema 15 mínútur á dag til að halda við færninni. Mikilvægt er að velja lesefni sem höfðar til áhuga barnsins.

Bókasafn Garðabæjar er með áhugaverða dagskrá fyrir börn í sumar.

Sumarlæsisdagatal Menntamálastofnunar er góður stuðningur en það inniheldur 31 skemmtilega leið að lestri. Dagatalið ásamt öðrum fróðleik um sumarlestur má sjá á vef Menntamálastofnunar. Einnig má finna fræðslu til foreldra á vefnum  Lesum meira



Til baka
English
Hafðu samband