Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Réttindasmiðja í Flataskóla

21.11.2018 12:08
Réttindasmiðja í Flataskóla

Réttindasmiðjan bíður upp á kjörnar aðstæður til að takast á við verkefni sem snúast með beinum hætti um grunnþættina sex: lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, sjálfbærni, læsi, heilbrigði og velferð og sköpun.

Áhersla er lögð á jafnrétti, við erum öll jafn mikilvæg sem á þessari plánetu búum. Í því samhengi veltum við því líka fyrir okkur að við erum allskonar og jafn mismunandi og við erum mörg.  Farið verður yfir öll helstu réttindi barna samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og réttindi sett í samhengi við skyldur og ábyrgð. Mörg þessara réttinda tengjast heilbrigði og velferð með beinum hætti. Þá förum við yfir það hvernig mörg réttindi okkar takmarkast við réttindi annarra og að taka þurfi tillit til náungans. Þannig bætum við læsi á samskipti manna og samfélagið í heild. Sérstök áhersla er lögð á mátt menntunar og mikilvægi þess að allir jarðarbúar fái jafnan rétt til menntunar. Nemendur kynnast m.a. sögu Malölu Yousafzai, sem barist hefur fyrir menntun fyrir alla og Emmanuel Ofosu Yeboah, sem barist hefur fyrir réttindum fatlaðra. Einnig setja nemendur sig í spor flóttabarna en mannréttindi þeirra eru víða brotin.

Þá er lögð áhersla á að börn hafa rétt á því að láta í ljós skoðanir sínar í öllum málum er varða þau og að tekið sé tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska. Þannig hafa þau mátt til að hafa áhrif og því er unnið að því með beinum hætti að nemendur átti sig á því hvernig þeir geta haft áhrif. Við setjum þetta m.a. í samhengi við lýðræði og hvernig við getum með smáum aðgerðum haft áhrif á fólkið í kringum okkur, samfélagið og plánetuna okkar. Ábyrgð foreldra og umönnunaraðila er skýrð og sett í samhengi við hvers vegna börn þurfa að hlusta á þau og hlýða þar sem þessir aðilar eiga ávallt að hugsa um hvað sé barninu fyrir bestu og vita það oft betur en barnið.

Við veltum því fyrir okkur hvort að séu til ´réttindi jarðarinnar´ og hvernig við tökum tillit til hvors annars og allra í heiminum með því að fara vel með plánetuna okkar. Í þessu tilliti er unnið mikið með Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til sjálfbærrar þróunar. Mannréttindi eru ein af grunnstoðum sjálfbærni – en þá fara saman, mannréttindi, umhverfi, samfélag og efnahagslíf og því þarf að huga að því hvernig allt þetta rúmast saman á einni plánetu því við höfum bara eina.

Í smiðjunni er lögð áhersla á að allir fái tækifæri til að tjá sig og að skoðanir annarra séu virtar. Hvatt er til gagnrýninnar og skapandi hugsunar. Lögð er áhersla á að allar hugmyndir og vangaveltur eigi rétt á sér, bæði í umræðum og verkefnum.

Nú hafa fyrstu smiðjuhóparnir úr hverjum árgangi fyrir sig útskrifast með miklum sóma þar sem verkefni gengu vel og nemendur voru upp til hópa áhugasöm, jákvæð og virk.

Myndir með frétt

Til baka

Réttindasmiðja í Flataskóla

21.11.2018
Réttindasmiðja í Flataskóla

Réttindasmiðjan bíður upp á kjörnar aðstæður til að takast á við verkefni sem snúast með beinum hætti um grunnþættina sex: lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, sjálfbærni, læsi, heilbrigði og velferð og sköpun.

Áhersla er lögð á jafnrétti, við erum öll jafn mikilvæg sem á þessari plánetu búum. Í því samhengi veltum við því líka fyrir okkur að við erum allskonar og jafn mismunandi og við erum mörg.  Farið verður yfir öll helstu réttindi barna samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og réttindi sett í samhengi við skyldur og ábyrgð. Mörg þessara réttinda tengjast heilbrigði og velferð með beinum hætti. Þá förum við yfir það hvernig mörg réttindi okkar takmarkast við réttindi annarra og að taka þurfi tillit til náungans. Þannig bætum við læsi á samskipti manna og samfélagið í heild. Sérstök áhersla er lögð á mátt menntunar og mikilvægi þess að allir jarðarbúar fái jafnan rétt til menntunar. Nemendur kynnast m.a. sögu Malölu Yousafzai, sem barist hefur fyrir menntun fyrir alla og Emmanuel Ofosu Yeboah, sem barist hefur fyrir réttindum fatlaðra. Einnig setja nemendur sig í spor flóttabarna en mannréttindi þeirra eru víða brotin.

Þá er lögð áhersla á að börn hafa rétt á því að láta í ljós skoðanir sínar í öllum málum er varða þau og að tekið sé tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska. Þannig hafa þau mátt til að hafa áhrif og því er unnið að því með beinum hætti að nemendur átti sig á því hvernig þeir geta haft áhrif. Við setjum þetta m.a. í samhengi við lýðræði og hvernig við getum með smáum aðgerðum haft áhrif á fólkið í kringum okkur, samfélagið og plánetuna okkar. Ábyrgð foreldra og umönnunaraðila er skýrð og sett í samhengi við hvers vegna börn þurfa að hlusta á þau og hlýða þar sem þessir aðilar eiga ávallt að hugsa um hvað sé barninu fyrir bestu og vita það oft betur en barnið.

Við veltum því fyrir okkur hvort að séu til ´réttindi jarðarinnar´ og hvernig við tökum tillit til hvors annars og allra í heiminum með því að fara vel með plánetuna okkar. Í þessu tilliti er unnið mikið með Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til sjálfbærrar þróunar. Mannréttindi eru ein af grunnstoðum sjálfbærni – en þá fara saman, mannréttindi, umhverfi, samfélag og efnahagslíf og því þarf að huga að því hvernig allt þetta rúmast saman á einni plánetu því við höfum bara eina.

Í smiðjunni er lögð áhersla á að allir fái tækifæri til að tjá sig og að skoðanir annarra séu virtar. Hvatt er til gagnrýninnar og skapandi hugsunar. Lögð er áhersla á að allar hugmyndir og vangaveltur eigi rétt á sér, bæði í umræðum og verkefnum.

Nú hafa fyrstu smiðjuhóparnir úr hverjum árgangi fyrir sig útskrifast með miklum sóma þar sem verkefni gengu vel og nemendur voru upp til hópa áhugasöm, jákvæð og virk.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband