Ævar afhenti forsetisráðherra skilaboð frá nemendum í Flataskóla
Skilaboð barnanna eru meðal annars að: öll börn eiga að fá vernd gegn ofbeldi, öll börn eiga að ganga í skóla, öll börn eiga að fá hreint vatn og heimili, eiga vini og fjölskyldu og að stelpur og strákar eiga jafn mikinn rétt til að tjá sig.
Katrín tók vel í skilaboðin og sagði það vera mikinn heiður að fá þau afhent. „Þetta skiptir mjög miklu máli að fá að heyra hvað börnin hafa að segja,“ sagði Katrín. Hún sagði að á næsta ári væri ætlunin að halda sérstakt barnaþing, í fyrsta skiptið á Íslandi, þar sem börn hvaðanæva af landinu geta sett málefni á dagskrá. Hún sagði einnig að málefni barna væru eitt af forgangsmálum Íslands í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. „Það skiptir máli að passa upp á öll börn í heiminum,“ sagði Katrín.