Kór Flataskóla
Kór var settur á laggirnar í haust með nemendum úr 3. til 6. bekk. Í kórnum eru milli 20 og 30 nemendur sem æfa vikulega hjá Ingu Dóru tónmenntakennara. Kórinn hélt tónleika nýlega fyrir foreldra og forráðamenn og sungin voru lög úr ýmsum áttum t.d. Óskasteinar, Döggin á rósum, Sléttfull matskeið af sykri. Einnig tók kórinn þátt í að syngja og búa til myndband við lagið „The Sky is the Limit“. Þetta er hliðarverkefni við eTwinningverkefnið Schoolovision. Nemendur sáu alfarið um upptöku á myndbandinu en Inga Dóra lagði lokahönd á það eins og það lítur út hér með fréttinni.
Kór Flataskóla
Kór var settur á laggirnar í haust með nemendum úr 3. til 6. bekk. Í kórnum eru milli 20 og 30 nemendur sem æfa vikulega hjá Ingu Dóru tónmenntakennara. Kórinn hélt tónleika nýlega fyrir foreldra og forráðamenn og sungin voru lög úr ýmsum áttum t.d. Óskasteinar, Döggin á rósum, Sléttfull matskeið af sykri. Einnig tók kórinn þátt í að syngja og búa til myndband við lagið „The Sky is the Limit“. Þetta er hliðarverkefni við eTwinningverkefnið Schoolovision. Nemendur sáu alfarið um upptöku á myndbandinu en Inga Dóra lagði lokahönd á það eins og það lítur út hér með fréttinni.