Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Umhverfisreglur Flataskóla

18.04.2018
Umhverfisreglur Flataskóla

Nemendur kynntu umhverfissáttmála Flataskóla fyrir öðrum nemendum í morgunsamverunni á mánudaginn 16. apríl s.l. Skólinn hefur hlotið grænfánann þrívegis og nú síðast 2013 og er nú er kominn tími á að endurnýja hann í fjórða sinn. Fjórtán nemendur starfa nú í umhverfisnefnd ásamt kennurum og hefur verið farið yfir reglur sáttmálans með þeim.  Flataskóli fékk grænfánann fyrst afhentan árið 2008 og þá hafði skólinn sett sér sérstakan umhverfissáttmála sem lýsir heildarstefnu skólans í umhverfisvernd, umhverfismennt og framtíðarsýn. Sækja þarf formlega um endurnýjun grænfánans hverju sinni og er þá gerð úttekt á umhverfisstefnu skólans og framkvæmd hennar. Hér fyrir neðan eru reglur sáttmálans:

• Við göngum vel um skólann og umhverfi hans.
• Við förum vel með pappír, prentum hvorki né ljósritum meira en þarf og endurvinnum afgangs pappír.
• Við erum meðvituð um að það er aðeins ein jörð og að umgengni hvers og eins skiptir máli.
• Við gerum okkur grein fyrir að með flokkun er hægt að endurvinna og endurnýta ýmislegt sem annars færi í ruslið.
• Við gætum þess að sóa ekki hreinlætis- og ræstingavörum og notum umhverfisvænar vörur eins og mögulegt er.
• Með samþættingu námsgreina er nemendum kennd umhverfisvernd.
• Í samvinnu við heimilin vinnum við að því að efla ábyrga hegðun og umgengni við nánasta umhverfi og náttúru landsins.
• Við fáum tækifæri til að njóta útiveru og skynja náttúrufegurð.

Til baka
English
Hafðu samband