Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gleðilegt sumar

18.04.2018
Gleðilegt sumar

Nemendur í 6. bekk unnu þessar skemmtilegu myndir sem sjást í myndbandinu hér fyrir neðan hjá Lindu myndmenntakennara. Hún setti á tónlist og sagði nemendum að lita með stórum hreyfingum á blað undir tónunum. Þeir notuðu vaxliti, tréliti og klessuliti. Notuðu svo blek og vatnsliti yfir krotið til að ná meiri dýpt. Listaverkið var svo rifið niður í ræmur og endurunnið á karton með "collageaðferð". Nemendur bjuggu síðan til augu og nef sér á blaði og límdu á verkið. Akrýl málning var notuð‘ síðast til að ná fram formi dýrsins.

Með þessari myndasýningu óskum við öllum gleðilegs sumar og þökkum fyrir veturinn.

 

Til baka
English
Hafðu samband