Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fyrirlestur frá SAFT

26.01.2018 13:40
Fyrirlestur frá SAFT

Bryndís Jónsdóttir verkefnastjóri SAFT kom í heimsókn til okkar í morgun og flutti fyrirlestur um Netið og samfélagsmiðla fyrir nemendur í 5. til 7. bekk. Netnotkun er orðinn stór hluti af daglegu lífi barna og unglinga þar sem aðgengi að Netinu er víða orðið gott. Það er ekki ofbrýnt fyrir nemendum að fara varlega á þessum slóðum og skilja ekki eftir sig netslóð sem getur orðið þeim til trafala síðar á lífsleiðinni. Í erindi Bryndísar var farið yfir einkenni tælingarmála, meðferð persónuupplýsinga, alvarleika rafræns eineltis og óvarleg samskipti og myndbirtingar á netinu. Bryndís kannaði meðal nemenda hvort þeim væru settar einhverjar reglur heima í sambandi við notkun síma/margmiðlunartækja og hvort settur væri tími á notkun þeirra daglega. Einnig spurði hún hvort nemendur færu með símann inn í herbergi þegar þeir færu að sofa. Þá spurði Bryndís nemendur hve margir væru á eftirfarandi vefmiðlum: Musical.ly, Instagram, Snapchat, Facebook, Twitter og WhatsApp þar sem aðgangur krefst þess að þátttakendur séu orðnir 13 ára og réttu nánast allir nemendur upp höndina því til staðfestingar að þeir notuðu einhvern af þessum miðlum. Það kom greinilega fram á fundinum að það þarf að taka á þessum málum og fræða foreldra/nemendur betur um þessi málefni, gefa þeim hugmyndir um helstu heilræði í rafrænu uppeldi.

Hægt er að kynna sér frekar málið á vefsíðu SAFT

Til baka

Fyrirlestur frá SAFT

26.01.2018
Fyrirlestur frá SAFT

Bryndís Jónsdóttir verkefnastjóri SAFT kom í heimsókn til okkar í morgun og flutti fyrirlestur um Netið og samfélagsmiðla fyrir nemendur í 5. til 7. bekk. Netnotkun er orðinn stór hluti af daglegu lífi barna og unglinga þar sem aðgengi að Netinu er víða orðið gott. Það er ekki ofbrýnt fyrir nemendum að fara varlega á þessum slóðum og skilja ekki eftir sig netslóð sem getur orðið þeim til trafala síðar á lífsleiðinni. Í erindi Bryndísar var farið yfir einkenni tælingarmála, meðferð persónuupplýsinga, alvarleika rafræns eineltis og óvarleg samskipti og myndbirtingar á netinu. Bryndís kannaði meðal nemenda hvort þeim væru settar einhverjar reglur heima í sambandi við notkun síma/margmiðlunartækja og hvort settur væri tími á notkun þeirra daglega. Einnig spurði hún hvort nemendur færu með símann inn í herbergi þegar þeir færu að sofa. Þá spurði Bryndís nemendur hve margir væru á eftirfarandi vefmiðlum: Musical.ly, Instagram, Snapchat, Facebook, Twitter og WhatsApp þar sem aðgangur krefst þess að þátttakendur séu orðnir 13 ára og réttu nánast allir nemendur upp höndina því til staðfestingar að þeir notuðu einhvern af þessum miðlum. Það kom greinilega fram á fundinum að það þarf að taka á þessum málum og fræða foreldra/nemendur betur um þessi málefni, gefa þeim hugmyndir um helstu heilræði í rafrænu uppeldi.

Hægt er að kynna sér frekar málið á vefsíðu SAFT

Til baka
English
Hafðu samband