Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólastarfið í dag

19.01.2018 14:09
Skólastarfið í dag

Þorrinn hófst í dag hjá okkur með því að nemendur söfnuðust í sal í hefðbundna samveru og sungu um þorrann, lagið "Nú er frost á fróni" og einnig var sungið um krumma. Nemendaráð hélt smá fund eftir samveruna og hlerað var hjá nemendum hvernig þeim fyndist skólastarfið ganga. Snjóinn bar m.a. á góma þar sem rætt var um að nemendur færu ekki eftir þeim reglum sem giltu þegar snjór væri á skólalóðinni, enn væri eitthvað um snjókast. Þá var notkun símans einnig rædd og sagt frá því að þar væri einnig ekki farið eftir reglum, en nemendur tækju símann með sér út í frímínútur, inn á bókasafn og á aðra staði í skólanum þar sem þeir feldu sig við símanotkun. Litið var inn í sérgreinasmiðjur hjá nemendum í 4. bekk þar sem þeir voru að baka hjónabandssælur, sauma saman púða með flosuðum dýramyndum og í myndmennt var Linda að leiðbeina nemendum í teikniverkefni.  Nemendur í 3. bekk voru að æfa sig í ensku í tölvuverinu. Myndir frá skólastarfinu í dag er að finna í myndasafni skólans. 

Nemendaráð Flataskóla 2017-2018 á fundi í salnum. Einstaklinga frá 4 og 5 ára vantar á myndina.

Til baka

Skólastarfið í dag

19.01.2018
Skólastarfið í dag

Þorrinn hófst í dag hjá okkur með því að nemendur söfnuðust í sal í hefðbundna samveru og sungu um þorrann, lagið "Nú er frost á fróni" og einnig var sungið um krumma. Nemendaráð hélt smá fund eftir samveruna og hlerað var hjá nemendum hvernig þeim fyndist skólastarfið ganga. Snjóinn bar m.a. á góma þar sem rætt var um að nemendur færu ekki eftir þeim reglum sem giltu þegar snjór væri á skólalóðinni, enn væri eitthvað um snjókast. Þá var notkun símans einnig rædd og sagt frá því að þar væri einnig ekki farið eftir reglum, en nemendur tækju símann með sér út í frímínútur, inn á bókasafn og á aðra staði í skólanum þar sem þeir feldu sig við símanotkun. Litið var inn í sérgreinasmiðjur hjá nemendum í 4. bekk þar sem þeir voru að baka hjónabandssælur, sauma saman púða með flosuðum dýramyndum og í myndmennt var Linda að leiðbeina nemendum í teikniverkefni.  Nemendur í 3. bekk voru að æfa sig í ensku í tölvuverinu. Myndir frá skólastarfinu í dag er að finna í myndasafni skólans. 

Nemendaráð Flataskóla 2017-2018 á fundi í salnum. Einstaklinga frá 4 og 5 ára vantar á myndina.

Til baka
English
Hafðu samband