Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Morgunsamvera 15. nóvember

15.11.2017
Morgunsamvera 15. nóvember

Hressir nemendur úr 7. bekk sáu um dagskrá í samverunni í morgun. Það komu fyrst fram fimar og flottar stelpur sem sýndu dans á sviðinu, síðan voru sýnd tvö myndbönd sem unnin voru af nemendum þar sem tekið var á umgengni í matsal og siðum Flataskóla. Að lokum dönsuðu allir í salnum fugladansinn undir stjórn nemenda sem dönsuðu með á sviðinu. Myndir frá samverunni eru komnar í myndasafn skólans og hér fyrir neðan er lítið myndband sem tekið var af fugladansi nemenda.

Til baka
English
Hafðu samband